Skuggar

skuggar

þó þú knýir á

verða dyrnar lokaðar

allt þar til yfir líkur

oft hef ég gælt við þig

feimnum höndum

hallað mér í kaldann faðminn þinn

og fundið helfrosinn andardráttinn

leika um hjartað mitt

þó þú kallir nafn mitt

út í svarta nóttina

og flóð og fjara

heilsist með virktum

heyrist ekki hljóð

því tíminn

er

ekki

og þó þú knýir á

verður ljósið alltaf

sterkara

myrkrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Ég nenni ekki að segja hvað mér finnst þetta gott....og flott.

Gulli litli, 21.11.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

vinur minn, ég var að svara þér á blogginu mínu, lestu það nú.

Ljóðið þitt er fallegt vinur minn !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 17:32

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðni minn.

Ég nenni að segja þér að þetta er gott og flott Dálítið kalt að byrja með en ljósið er sterkara en myrkrið og það eitt er sko alveg satt að Jesús sem lýsir okkur er sterkari og mun sigra myrkrið sem er hið illa.

Mundu: "Þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki. Sjá, ég hefi rist þig á lofa mína." Jes. 49: 15.-16.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.11.2008 kl. 18:49

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gulli. latur

Steina: takk hjartað mitt

Rósa: Takk fyrir þessi mjög svo fallegu orð.

Guðni Már Henningsson, 21.11.2008 kl. 19:00

5 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Guðni !

Ég fylgist með ljóðunum þínum  OG FINNST ÞAU FLOTT

En mundu að augu Drottins lýta ekki af þér!

Kveðja úr Garðabænum

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 22.11.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband