20.11.2008 | 00:04
Berg
Ég get ekki gefið hvað sem er
en þér get ég gefið
hugsun mína og þankagang
ég gæti gengið með þér
slóð Rauðhettu
þar sem þú leiðir systur þína þér við hönd
fléttandi bergperlur í sítt dökkt hárið
ég gæti synt með þér gegn straumnum
allt frá árinu ´62 til dauðadags
og kennt þér hvernig á horfa án þess að sjá
systurnar tvær fléttandi bergperlur
í hár hvor annarar
og ég gæti spilað fyrir þig vals
og ég gæti spilað fyrir þig Dylan
og þú myndir halda að ég væri meistarinn
á sjömílnaskónum þegar staðreyndin er sú
að ég á bágt með gang
þó hugur fljúgi víða og óskipulega
varaðu þig á úlfinum
sem er á eftir litlum telpum
fléttandi bergperlur í hár
og þó að brosið þitt og systur þinnar
sé falslaust og fallegt
get ég ekki gefið þér allt
en glaður skal ég spila fyrir þig bolero
og glaður skal ég spila fyrir Badlands
ef þú sleppir systur þinni
í hendurnar á mér
sem fléttað gæti bergperlur
í hár systur þinnar.
Athugasemdir
yndislegt vinur minn !
ást í poka yfir til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 10:38
Tek undir með Steinunni
Linda, 20.11.2008 kl. 19:25
Thú ert töffari og ekkert annad..
Gulli litli, 20.11.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.