Endalokin

  myrk fjöll

 

Og endalokin fara framhjá

á þessum eyðilega degi

svo undarlegt sem það er

enn á ný var stefnan röng

en ákvörðunarstaðurinn er enn til

og enn er fólkið skrítið

og það gefur mér tækifæri

til að elska

og ég kalla á þig

með öllum styrk mínum

og öllum veikleika mínum

en vonin er svikul

dagurinn eyðilegur

það er komið kvöld

en ég veit að handan við

sjóndeildarhringinn og fjöllin myrku

er Guð að undirbúa nýjan dag

handa mér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Sorglegt kvæði. 

"Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.

Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.

Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.

Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Sálmur 23.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

 

Marta Gunnarsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:59

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt vinur minn !

ástarkveðjur

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband