Sögulok

Ég breytti þessu kvæði örlítið og því birti ég það aftur...

frostrós

Nú lokar bráðum barinn
þó brjóstið ennþá þurrt
öll fegurð okkar flúin
fyrir löngu eitthvað burt
einusinni var ástin
einsog lítil falleg jurt.


Við sátum oft að sumbli
og skáluðum dauðan við
við áttum allt og ekkert
og engin sjónarmið
nú lokar loksins barinn
þar lýkur okkar bið.


Við áttum eittsinn fegurð
sem alla dreymir um
nú fölnuð er sem frostrós
svo fögur í kuldanum
hún var rifin upp með rótum
í rigningarskúrunum.


Nú elskar enginn lengur
því ekkert verður hér
ég bið að barinn loki
brátt á eftir sér
hér var allt og ekkert
og afgangur af mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband