Fuglar

  altar

Yfir mig gnæfði faðirinn

í kaldri nóttinni

með brosið reitt til höggs

og í speglinum sá ég dára drekka

líktog væru þeir háfleygir ernir í ætisleit

ég leitaði skjóls

á fórnaraltarinu

og höndin skalf og hugurinn hvarf

brosið reið af

og hópur háfleygra fugla

í grænni kaldri nóttinni

leitaði sér ætis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ohhhh gupni elsku vinur minn, ég sakna þín !

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.11.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Gulli litli

Þú mátt höggva mig í herðar niður með brosi...

Gulli litli, 8.11.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband