Fóstra mín

 

 ísland

 

Það er svo auðvelt fóstra mín

að leggja höfuðið í skaut þitt

biðja um stroku

biðja um þögn

það er svo auðvelt fóstra mín

að þrá þitt heita hjarta sem slær fyrir okkur öll

að fá að hvíla við hjartarætur þínar

gleyma stund og stað

gleyma nóttinni

gleyma deginum

það er svo auðvelt fóstra mín

að fá að dvelja í myrkri þínu

þar sem stjörnur

norðurljós og dagsljós

finnast ekki

þó þú eigir þetta allt fóstra mín

en ég er ekki tilbúinn enn

ekki tilbúinn enn

en ég veit alltaf af þér fóstra mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll og blessaður

Ekkert mál fyrir Guðna Má.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegur eins og alltaf vinur minn kæri. faðmlag aftur til þín !

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 05:09

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er fallegt. 

Marta B Helgadóttir, 30.10.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband