Vel faldar línur

 myrkur

Rjómalitað myrkrið leikur við mig

blindingsleik í ólgu hversdagsins

í stillu hinna heilögu daga

og við horfumst í augu

þartil ég lít undan

og sé hina grænu grein

hverfa í hnausþykkt vel þeytt myrkrið

 

rjómalitað myrkrið leikur við mig

og hljómmikil ástin

bægslast einhvernveginn áfram

einbeitingarlaus eftir einhverjum

vanhelgum línum sem liggja

vel lagðar og vel faldar

út í rjómalitann buskann

 

rjómalitað myrkrið leikur um mig

líktog dagurinn í dag væri sá síðasti

í rjómalituðum veruleikanum

tveir risar sem öllu vilja ráða leitast ósýnilegir við

að ryðja úr vegi þessum heimum

sem synda í rjómalitaðri tilveru

og ef heimar verða ekki meir

þá standa orð ekki lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Marta Gunnarsdóttir, 26.10.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Flottur eins og venjulega.

"Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins." Róm. 14:8.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: Brattur

... hnausþykkt myrkrið... flott að orði komist... ljóðin þín eru oft dularfull þannig að maður þarf að pæla og hugsa hvað þú ert að fara... það er skemmtilegt...

Brattur, 26.10.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Virkilega gaman að lesa þessar færslur þínar og pæla aðeins í þeim.

Takk takk.

Heimir Tómasson, 26.10.2008 kl. 22:26

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þakka ykkur kærlega fyrir hlý orð..... ég sendi ykkur vöfflur með rjóma í huganum!!!!!

Guðni Már Henningsson, 26.10.2008 kl. 22:40

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku snúllan mín , þú ert svo sætur !!!!!!!

kram og knús og et lille kys

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband