.......og svo ertu farin.

 fótspor

 

Út í kvöldkuliđ sendi ég ţig

međ gamlar vísur á bakinu

um tvö hjörtu sem slógu

ekki í takt

farđu vel og komdu ekki aftur

ţví á morgun verđur nýr dagur

ný veröld

ný sól

 

út í kvöldkuliđ sendi ég ţig

en geymi fyrir ţig byrđarnar

enn er pláss í skoti mínu

ţó kyrnur margar séu yfirfullar

á eftir ţér sendi ég ljós

til ađ ylja ţér viđ

í hinum flóknu dögum sem aldrei

líta dagsljósiđ

 

svo aftur verđa dagarnir taldir

og aftur verđa dagarnir margir

enn á ég lítiđ ljós

sem er skćrara en önnur

 

út í náttsvalann sendi ég ţig

til ađ dvelja hjá ţínum

ég raula fyrir ţig gamlan sálm

um ţögnina

og svo ertu farin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Fallegt

Gulli litli, 12.9.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

dagbćkur, ég elska dagbćkur og ég elska ţig vinur minn kćri

steina

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 12.9.2008 kl. 06:31

3 identicon

Innlitskvitt minn kćri

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráđ) 12.9.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Brattur

ja hérna Guđni... frábćrt...ţú ert skáld... ljóđin ţín eru einhver ţau bestu sem ég les ţessa dagana...

Brattur, 13.9.2008 kl. 09:03

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Marta Gunnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir

Sćll Guđni minn.

Alltaf veriđ ađ semja. Flott hjá ţér.

Guđ veri međ ţér í öllu sem ţú tekur ţér fyrir hendur.

Kćr kveđja/Rósa

Rósa Ađalsteinsdóttir, 21.9.2008 kl. 01:14

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

ég var ađ klukka ţig ástin mín !

Kćrleikskveđja frá mér.

steina

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 21.9.2008 kl. 13:20

8 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Mjög fallegt Guđni minn. Tregafullt og svo er myndin frábćr viđ.

PS: Helduru ekki ađ kellingin hafi ekki klukkađ mig líka!                          Verđ ég ţá ađ fara aftur til Bloggheima og dveljast ţar um óákveđinn tíma. Ég ţarf alltaf ađ hverfa til Raunheima og dveljast ţar einn međ mínar hugsanir og mínar gjörđir. Bara til ţess ađ standa upp dag einn og halda til byggđa, eins og jólasveinarnir forđum daga. Mér líđur vel hvort sem ég er hér eđa ţar eđa einn eđa í margmenni. 

Bestu kveđjur frá Gunna Palla kokki.

Gunnar Páll Gunnarsson, 21.9.2008 kl. 21:07

9 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ég er farin ađ sakna ţín. Hvar ertu?

Marta Gunnarsdóttir, 25.9.2008 kl. 19:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband