Slepptu sólarlaginu

 

 heimskautanótt

Gætir þú gert mér þann greiða

að sleppa vorinu úr sólarlaginu okkar

syngdu frekar um myrka heimskautanótt

svo ferðin verði auðveldari og ekki

á brattann að sækja

kanski kemur einhver á eftir okkur

með kærleikann í öskupoka

og nælir með sorgbitnum augum

og stirðum fingrum

í þögninni og kuldanum

öskupokann í frakkalafið

á einhverjum öðrum

sem á það frekar skilið

en við tvö

slepptu vorinu

úr sólarlaginu okkar

því sólin er þegar sest

og óvíst hvort hún birtist á ný.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Er endalaust til? Frábært..

Gulli litli, 2.9.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir Gulli litli, en það er nú ósköp misjafnt sem hrýtur úr penna mínum....

Guðni Már Henningsson, 3.9.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Vorið er nú svo dásamlegt svo endilega hafðu það með í næst þegar eitthvað hrýtur úr pennanum þínum.

Duglegur að setja saman og jákvæðni næst. Búa til eitthvað skemmtilegt um Tedda og kóteletturnar og klettinn okkar.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.9.2008 kl. 00:45

4 identicon

Hér er ekki eins mikill sólargeisli í gangi en mér líkar þetta.

Ragga (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 07:08

5 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 3.9.2008 kl. 10:54

6 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Marta Gunnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já grunaði gvend !

hvenær skype kallinn minn.

love steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.9.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband