Johnny Cash

 cash

 

 

 

 

 

 

Þar sem eyðimerkurnar blómstra
og sól og tungl eru víðsfjarri
er leikvöllur allra þeirra
sem eittsinn kunnu ekki að leika sér
og bræður mínir úr nóttinni
og systur mínar úr lyginni
eru ekki lengur klædd svörtu
við fótskör meistarans situr hvítklæddur
maðurinn svartklæddi
með gítarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Lára

ég fékk gæsahúð þegar ég las þetta! :)

Guðný Lára, 25.7.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Þetta er risa flott ljóð! Samdir þú þetta Guðni?

Siggi Lee Lewis, 25.7.2008 kl. 20:19

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Þetta er magnað ljóð og ég spyr eins og síðasti ræðumaður. Ert þú höfundur?

Hef spurt áður þessarar spurningar um ljóð sem ég las hjá þér.

Góða helgi og Guðs blessun

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.7.2008 kl. 20:46

4 Smámynd: Brattur

... hvítklæddur maðurinn svartklæddi... magnað...

Brattur, 25.7.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Kæru vinir, takk fyrir falleg orð og  Rósa og Siggi, þetta er eftir mig... Takk fyrir falleg orð Guðný og Brattur...

Guðni Már Henningsson, 25.7.2008 kl. 22:59

6 identicon

Þetta kann ég að meta!

Ragga (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 23:01

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Loksins svör og sennilega fleiri ljóð eftir þig hér á síðunni.

Vona að þú getir farið á Kotmót.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.7.2008 kl. 19:30

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flott elsku vinur eins og alltaf.

ásti til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 21:25

9 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Fallegt hjá þér Guðni, eins og svo oft áður:)

Linda Samsonar Gísladóttir, 27.7.2008 kl. 20:50

10 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekki hvernig á því stendur að mér leið rosalega vel þegar ég las ljóðið.  Sá fyrst nafnið Johnny Cash og það vekur hughrif.  Horfði síðan á myndina af honum og las ljóðið.  Það var áhrifaríkt.

Jens Guð, 2.8.2008 kl. 00:55

11 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk elsku bloggvinir og vinir. Orð ykkar vekja hjá mér stolt og gleði. Þúsund þakkir.

Guðni Már Henningsson, 2.8.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband