24.6.2008 | 19:45
Hvítasunnukirkjan Mózaik.
Ég er í hinni nýstofnuðu hvítasunnukirkju Mózaik. Ekki er víst að allir kannist við þá kirkju enda ekki nema von þarsem kynning á henni hefur ekki verið mikil. Nú hefur Mózaik tekið á leigu hið stórkostlega hús Ými, fyrrum hús Karlakórs Reykjavíkur. Ýmir er eitt af fallegri húsum Reykjavíkur og víst er að starfsemin sem þar fer fram innandyra er þrunginn af Guðs kærleika. Samkomur eru á miðvikudagskvöldum kl. 20.00. Á heimasíðu Mózaik má lesa eftirfarandi:
Mozaik Hvítasunnukirkja var stofnsett á páskadag 2008 og er kirkjan hluti af Hvítasunnukirkjunni á Íslandi.
Mozaik er ætluð fólki á öllum aldri og af öllum gerðum. Öll eigum við það sameiginlegt að vera börn Guðs og þarfnast kærleika, fyrirgefningar, viðurkenningar og nærveru Hans. Allt þetta hefur Guð Faðir þegar veitt okkur og er það þrá Mozaik að allir fái að upplifa það.
Það sem einkennir Mozaik er einlæg þrá eftir því að þekkja Guð Föður og dvelja í kærleika hans til okkar. Kristin trú er ekki trúarbrögð, heldur samfélag við lifandi Föður, sem elskar og vill blessa allt okkar líf.
Þú getur líka fengið að reyna þennan kærleika Föðurins, kraft og lækningu Guðs í líf þitt. Við hjá Mozaik viljum hjálpa þér að uppgötva stórkostlegasta leyndardóm sem í boði er fyrir líf okkar. Við bjóðum upp á samkomur, námskeið, ráðgjöf, nærsamfélag í litlum hópum og marg fleira.
nafnið
Mozaikmynd er gerð úr mörgum og oft á tíðum marglitum steinflísum og er altaristaflan í Skálholtskirkju gott dæmi um slíka list hér á landi. Engin ein flís getur myndað heildarmyndina, en settar saman á réttan hátt, birta þær þá mynd sem listamaðurinn hafði í huga.
Guð hefur ákveðna mynd í huga þegar hann setur kirkju sína á laggirnar, hann vill að kirkjan opinberi og sýni Krist í allri hans dýrð. Enginn einn einstaklingur getur sýnt Krist á þennan hátt, en þegar ólíkt fólk með ólíkan bakgrunn kemur saman og leyfir Guði að gera myndina, þá birtist verkið fullklárað einn daginn.
Athugasemdir
Flott hjá ykkur....
Gulli litli, 24.6.2008 kl. 22:39
Sæll og blessaður.
Takk fyrir þennan pistill.
Það vantar vefslóðina í pistilinn svo ég set hann hér í athugasemd. Þú hefur laumast því þú hefur ekki lent í myndatöku. Kannski var ég bara blind en ég þekki þarna mjög marga. Þarna sá ég m.a. Karen og Óskar. Við hlökkum svo til að þau koma hingað ásamt Grétu systir Karenar. Þá er andleg veisla hjá okkur hér á hjara veraldar.
http://www.mozaik.is
http://gospel.is
http://www.123.is/hvitasunnukirkja/ Mátti til að nota tækifærið og setja okkar síðu inní leiðinni. Ota sínum tota.
"Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir." Fil. 4:4.
Gangi ykkur vel í kirkjunni.
Guðs blessun og kveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.