Er þriðji gíraffinn mættur?

 gíraffi að fela sig

 Hér er skyndimynd af gíraffanum sem Ástþór Kaldal tók í Hellisgerði. Myndin er í eigu hans sjálfs.

 

 

 

Kona nokkur hafði samband við fréttaritara og kvaðst hafa séð gíraffaspor í Hellisgerði í Hafnarfirði. Sporin voru mjög stór og útfrá meginsporinu hafi legið löng tota eða eitthvað sem líktist gíraffahálsi, þannig eru einmitt gíraffaspor. Einnig sagðist hún hafa séð gíraffa bregða fyrir í stutta stund eða einhverju sem líktist gíraffa. Dýrið hafi verið köflótt með mjög langan háls og ofan á þessum hálsi hafi legið mjög lítið höfuð. Ekki hafi dýrið verið líkt neinum álfi eða huldudýri en þau halda einmitt til í Hellisgerði. Konan sagðist hafa haft samband við Huldu Huldar sem er frægur sjáandi í Hafnarfirði og er frænka Strefáns sem rekur Litlu Kaffistofuna sem einmitt er staðsett í Gíraffahrauni og er með bestu randalínur á landinu svo ekki sé talað um kleinurnar, en Hulda hafi ekki borið kensli á slíkan álf eða huldudýr. Í Hellisgerði séu að jafnaði tifálfar, nitdýr, smájuxar, hafgúur, Hafnfirðingar, Riddararósir færeyskar, Liljurósir ólafskar, mýs og randaflugur. Enginn köflótt dýr með langan háls hafi sést í Hellisgerði, hvorki lifandi né látin. Því er talið óyggjandi að þarna sé kominn þriðji gíraffinn og fólk er enn og aftur beðið um að fara varlega, einkum og sér í lagi ef dýrið myndi snusa en það er talið öruggt merki um árásarhneigð. Georg Gírlausi formaður Landhelgisgæslunnar telur að þarna sé kominn afi hinna gíraffana sem komu á land við Straumsvík en afar líklegt má telja að afar ungra gíraffa elti uppkomin afkvæmi sín. Slíkt sé talið eðlileg hegðun á Suður Samóaeyjum sem liggja rétt við Vestmannaeyjar og Syðri syðri Streymoy sem er syðsta eyjan í Hríseyjarklasanum. Nú er svo komið að sérsveit lögreglunnar í Hafnarfirði og franskar orustuflugvélar ´samt stórum hópi miðla og sjáanda ásamt hollvinasamtökum Ríkisútvarpsins, Gíraffadeild eru að leita að dýrinu en einsog alþjóð veit er Hellisgerði gríðarstór garður þar sem hýrir Hafnfirðingar venja oft komur sínar. Fólki er ráðlagt að fara ekki inn í garðinn, ekki vegna hinna hýru Hafnfirðinga heldur vegna afans. Pólverjinn Szzzzzzxcsxzzzxszxzszxzswoskyosky sem einmitt sá gíraffa númer tvö heldur því fram að hér sé um fótspor fullorðins gíraffa að ræða en hann er einmitt vanur að sjá slík spor í heimalandi sínu. Hann hyggur nú á brottför af Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Þessar sögur um gíraffana eru alveg brilljant. Sögurnar vekja upp hlátur og kátínu hér á hjara veraldar þar sem snjóaði í fjöll fyrir nokkrum dögum og það gengur rólega að losna við þennan nýfallna hvað þá þennan sem er löngu fallinn.

Var að setja inn færslu um Jóhannes skírara og Jónsmessu. Vona að það sé að gagni.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Gulli litli

...

Gulli litli, 24.6.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband