16.6.2008 | 15:45
Annar gíraffi!!!!!
Hér sést gíraffinn gæða sér á áleggi við Straumsvík
Undarlegt er á Íslandi þessa dagana. Fyrir örfáum dögum gekk gíraffi á land við Straumsvík og nú er annar kominn!! Sá gekk einnig á land við álverið í Straumsvík. Þegar Zczsxzxszcszxscsmovsky, pólskur starfsmaður álversins hugðist henda hádegismat sínum í sjóinn, en uppistaðan í þeim hádegisverði var gufusoðið kjötfars með mustarði og tómatmauki, sá hann gíraffa í flæðarmálinu að gæða sér á áleggi. Hann ráfaði á milli hreiðra og slafraði í sig álegg en þar sem Nonni, en svo er þessi pólski starfsmaður kallaður vissi að slík fæða er ekki holl fyrir gíraffa reyndi hann að fæla dýrið og kallaði gaz gaz gaz til að koma að því styggð. Styggð kom að dýrinu en þarsem fjaran við álverið er sleip hrasaði gíraffinn og virðist haltur nú. Gamalt hnjask hefur greinilega tekið sig upp. Í viðtali við Georg Gírlausa gíraffasérfræðing hjá Landhelgisgæslunni kom fram að hann telur að hér sé á ferð maki hins gíraffans sem kom að landi fyrir örfáum vikum síðan og heldur sig í Gíraffahrauni þar sem Litla kaffistofan er og Stefán rekur af miklum myndarskap, er með bestu kleinur á suðurlandi og randalínan er einstök. Ekki hefur enn tekist að ná í deyfibyssuna sem geymd er á Sánkti Jósefsspítalanum þarsem Hafnfirðingar eru enn að halda upp á hundrað ára afmælið sitt og sautjándi júní er á morgun runnu þessar hátíðir saman í eitt. Georg er á leiðinni til Straumsvíkur og ætlunin er að reka gíraffann í átt að Litlu kaffistofunni en einsog áður segir er þar að finna bestu kleinur í heimi. Georg ásamt fylgdarliði er vel vopnum búinn ef gíraffin skyldi snusa í átt að fólki en það er örugg vísbending um árásarhneigð. Heyrst hefur að nýstofnuð Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins, Gíraffadeild ætli að fara á staðinn til að vernda dýrið fyrir ágangi forvitinna. Landhelgisgæslan hefur sent Óðinn, Ægi vitaskipið Albert og Maríu Júlíu á staðinn þar sem búast má við kálfum gíraffana en kálfar synda ekki eins hratt og fullvaxta dýr. Fólk er beðið um að þvælast ekki fyrir því hættuástand gæti aauðveldlega skapast. Heyrst hefur að jarðskjálftarnir undanfarið hafi lokkað gíraffana að Íslandsströndum en ekki mun vera flugufótur fyrir því.
Athugasemdir
Góður...
Eyþór Árnason, 16.6.2008 kl. 22:52
Stofnum gíraffavinasamtök og berjumst fyrir því að koma honum á frímerki...
Brattur, 16.6.2008 kl. 23:50
Ég er ekki alveg viss um að gíröffum komi til með að líða vel á frímerkjum... þetta eru jú stórhættuleg villidýr þó að þessi sofi nú um stundir í eggjahrærunni...
Guðni Már Henningsson, 17.6.2008 kl. 00:29
þú ert nú meiri kallinnnnnn !!!
ást í poka
steinaí usa
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 10:25
Sammála sammála sammála! Gíraffar eru stórhættulegir og éta allt sem fyrir hendi, jafnvel gamallt álegg starfsmanna í Straumsvík sem þeir hafa hennt og ekki nennt að eta. Enda er ál verra en kál í mál.
Kill em all.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 20.6.2008 kl. 04:50
Sæll og blessaður.
Þú hefur verið duglegur að blogga á meðan ég var í Reykjavíkurborg. Þetta er mögnuð saga hjá þér og vonandi fáum við fleiri skemmtilegar sögur í þessum dúr um ýmis mál sem upp koma hér á Fróni.
Guð veri með þér.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.