Vísur fyrir svefninn

 Guðs kvöld

 

 

 

 

Þó að, eða vegna þess að nóttin er björt, svo björt að margir eiga í erfiðleikum með að sofna skelli ég inn einni vögguvísu. Það má raula hana fyrir börn, miðaldra menn og fallegar konur. Það má einnig raula hana í einrúmi.

 

Hann vakir okkur yfir
og verndar hverja stund
Hann sendir sína engla
er sólin fær sér blund.

Stjörnur strjúka vangann
og stundin, hún er blíð
ég veit að Jesús Kristur
er hjá þér alla tíð.

Blessa þú nú barnið
því búið er því ból
í nótt þá muntu eiga
hjá englaföður skjól.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband