MÁ.

goym

 

 

 

 

 

Með vambfylli af útrunnum dögum er ráfað um eyðisanda á leið til hins hinsta svefns
einhversstaðar á leiðinni verður hrasað um löngu gleymdar minningar
sem eru þó ferskar og falleg bros setjast á skóna
tónlist liðins tíma lifnar við eitt andartak
og gamall söknuður rífur í hjartarætur
hvernig gat þetta ekki gerst?
af hverju er heilt úthaf á milli þess sem ekki var og ekki verður?
síðan verður haldið áfram röltinu til hins hinsta dags
með saltbragð á sprungnum vörum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

æji elsku vinur minn, þú ert svo ljúfu og dásamlegur.

hvenær koma dagarnir okkar,sennilega eftir 32 ár.

knús vinur minn kæri

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 07:05

2 Smámynd: Gulli litli

Flottur...

Gulli litli, 9.6.2008 kl. 08:48

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er fallegt :)

Marta B Helgadóttir, 9.6.2008 kl. 10:47

4 Smámynd: Brattur

Svakalega er alltaf gaman að lesa ljóðin þín... þú ert skratti góður með sterkan stíl..

Brattur, 10.6.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Mér finnst þetta harmrænt í meira lagi. En flott. Alveg drulluflott.

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.6.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband