Gíraffi gekk á land við Straumsvík

 

 gíraffi

 Sá fáheyrði atburður gerðist nú áðan að Gíraffi gekk á land við Straumsvík. Slíkt hefur ekki gerst í 127 ár eða allt frá því að Bíldudalsgíraffinn var felldur með lásboga af heimamönnum eftir margra vikna eltingaleik. Sá gíraffi er talin hafa komið frá Jan Mayen en sú eyja er skírð í höfuðið á íslenskri hljómsveit sem starfað hefur í nokkrar aldir en gítarleikari hennar, Ágúst Bogason er einn eftir af upprunalegu meðlimunum. Gíraffinn sem gekk á land við Straumsvík er talinn koma frá einni af suðurhafseyjum Swazilands þar sem hann gegndi ekki hrópum á íslensku né neinu öðru norrænu máli. Gíraffinn var fljótur að láta sig hverfa en hann tók strax á rás í átt til Bláfjalla. Er talið að hann stefni í átt að Litlu kaffistofunni sem er í Svínahrauni en strax er farið að tala um að kalla það úfna hraun Gíraffahraun. Hópur manna hefur lagt af stað til að reyna að fella dýrið en það sást snusa í átt að fólki og er því talið hættulegt. Safnað hefur verið saman hinum ýmsu skotvopnum til að nota við veiðarnar og má þar á meðal nefna fallbyssu sem lengi hefur staðið við Bessastaði, loftbyssu Lofts Jónssonar, gamla lásbogann sem notaður var er Bíldudalsgíraffinn var felldur og hríðskotabyssu sem fannst á vegg hjá dómsmálaráðherra. Fallið hefur verið frá því að reyna að fanga dýrið lifandi því deyfibyssa er ekki tiltæk. Sú eina sem til er á Íslandi er geymd í Sánkti Jósefsspítalanum í Hafnarfirði en það þykir of langt að fara. Fólk er beðið um að fara varlega ef það sér dýrið og ef það snusar í átt að því er ráðlagt að koma sér í burtu hið snarasta. Gíraffinn verður að öllum líkindum stoppað upp en einungis 25 menn á Íslandi geta gert slíkt. kjötinu verður eytt því Japanir vilja ekki kaupa það en neitun frá þeim barst nú síðdegis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðni Már.

Frábært hjá þér. Ég lýsi tilfinningum mínum eftir lesturinn svona:   

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.6.2008 kl. 17:23

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú ert alveg frábær, þetta er svo satt !!!

ljósaknús til þín vinur minn kæri

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 18:04

4 Smámynd: Gulli litli

Og hvad segir Álver bóndi vid thessum ósköpum?

Gulli litli, 5.6.2008 kl. 21:50

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 5.6.2008 kl. 22:24

6 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Þú ert alveg frábær Guðni minn

Það verður að stoppa illfyglið áður en það rústar kaffistofunni. Og hvar á maður annars staðar að fá sér pönnukökur og nýmjólk ef Litla Kaffistofan hverfur?

Biddu þá um að geyma kjötið handa mér, ég ætla mér nefnilega að gera heimsins lengsta rétt, sem er; Innbakaður heilsteiktur Gíraffaháls að hætti Gunna Palla.

Gunnar Páll Gunnarsson, 6.6.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband