28.5.2008 | 23:07
Aska illfyglis
Túnfætur vaða í villu og svíma og lítið sem
ekkert fær við þá ráðið því ekki er tekið á slíkum málum
þó að dimmt sé í mannabyggðum nú og sólin með hettupeysu
gefðu frið gefðu frið það er ekki til of mikils mælst
gaddavír á girðingar og múlbindið þennan flokk túnfóta sem traðka
sólarhringum saman á allt sem heilagt er
hvers á veikur morkinn maður að gjalda spyr sá er veit
en þegir með norðurljósunum
sem spegla sig í hverjum drullupollinum á fætur öðrum
sem nota bene eru þó gáraðir af stígvélaklæddum túnfótum
sem hamrast áfram flokkur eftir flokk
með vélbyssur til að mata fjöllin á
blýkúlum sykurkúlum
því okkar kúlur eru friðarkúlur og setjast á klossaða túnfætur
gefðu frið gefðu frið er það til of mikils mælst
herra jarðar
klæddu þessa klossuðu túnfætur í afainniskó
og splæstu einum arni á hverja fjölskyldu
þarsem brenna má ljótleikann upp til agna
og gerðu þessa túnfætur að ösku
illfyglisins.
Athugasemdir
ég sakna þín mikið !
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 14:57
Guðrún Jóhannesdóttir, 31.5.2008 kl. 21:16
Marta B Helgadóttir, 31.5.2008 kl. 21:39
Sæll Guðni minn.
Þetta er svo flókið fyrir minn auma heila.
Guð gefi þér góðan dag.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.6.2008 kl. 08:45
Kjartan Pálmarsson, 2.6.2008 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.