25.5.2008 | 23:47
Fortíð með tröllum
Tröllin í fjöllunum skjalla alla kalla
og þá sérstaklega mig þar sem ég ligg í blómahrúgunni og heyri truntið
komdu til fjalla og þá skal ég segja þér
þá skulum við segja þér allt um konuna kófdrukknu
sem þú hittir fyrir þrjátíu árum síðan
niðrá höfn og þú vissir ekki í hvorn skóinn þú áttir að stíga
við korriróið skulum við segja þér frá annari konu sem þú hittir
í Færeyjum fyrir þrátíu og fimm árum síðan og þú
ert enn viss um að sé kona sem ætluð var þér
og ef við verðum að steinum
þá er það ekki vegna þess að sólin skein fyrir þig
heldur vegna þess að við höfum svo gaman að því að tala
og þá sérstaklega við þig því þú þekkir
fortíðina alltof illa til að geta
tekið mark á henni
Athugasemdir
Ja-þó, eins og amma mín sagði alltaf hér í eina tíð. Þú ert trölltekinn! :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.5.2008 kl. 17:27
Gulli litli, 26.5.2008 kl. 20:11
Bara flott... bara flott...
Brattur, 26.5.2008 kl. 22:48
Flott hjá þér Guðni minn. Nú, sem endranær.
Kveðjur á klakan frá Gunna Palla kokki.
Gunnar Páll Gunnarsson, 27.5.2008 kl. 22:56
Gaman að lesa þetta Guðni:)
Linda Samsonar Gísladóttir, 28.5.2008 kl. 21:10
Sæll og blessaður.
Sem sagt það eru ekki konurnar sem eru að skjalla ykkur karlana.
Mikill léttir.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.5.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.