19.5.2008 | 00:32
Meyr
Ég hef ýmislegt að sýna þér ef þú átt mínútu aflögu
og er þá ekki að tala um nakinn líkama
eða hershöfðingja ælandi út úr sér orðum skömmum
og fyrirskipunum, ég gæti sagt þér frá og sýnt þér þá sem
hafa verið í bandinu hans Leonards Cohen,
ég gæti gefið þér blóm sem ætluð voru Hitler
þú sem aldrei hefur reynt að búa ein
þú sem aldrei getur gleymt
þú sem ert með fólk í örmum þér
viltu sjá alla útsýnisturnana mína
viltu sjá alla þá blessun sem í boði er
eða viltu sjá gröf móður þinnar
ef ég rata þangað enn
þúsundir smámynda af stórmennum hef ég í handraðanum
ef þú átt mínútu aflögu
ég úti að aka
ég með öllum Hansenum veraldar
ég að rífa í mig sjálfstæðið
og jafnvel mynd af okkur á lægsta punkti veraldar
ég get gefið þér mínútu af mínum tíma
því ég hef verið ótrúr
og ég hef logið
og ég hef betlað og grátbeðið og drukkið með keisurum
dansað með fuglum og séð menn fljúga
réttu út hönd þína og gríptu augnablikið nei gríptu eina mínútu
sjáðu betlarann með rauða krossinn á enninu
og biddu mig svo um meira
á meðan ég er svona meyr
einn í nóttinni
að reyna að vera frjáls.
Athugasemdir
Fínt hjá þér .....láttu dæluna ganga...
Gulli litli, 19.5.2008 kl. 08:39
vinur minn
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 19:14
Steina á afmæli á morgun (þriðjudag) fædd 20. 05. 1960. Láttu það ganga.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 19.5.2008 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.