Skófar

 skófar

 

 

 

 

 

 

Sá glimta í frelsið sem mér áður var falið
og ég rétti út hönd og sál  og þarf nú aðeins
að halda mér fast í náðina er sólin skín sem aldrei fyrr                                                                     og myrkur grúfir undir og allt um kring
skýafarið er óútreiknanlegt og heimurinn sem ég skóp er fallinn að fótum fram
sá glimta í frelsið og Guð Guð Guð veittu mér það
veittu mér það sem ég ekki skil það sem ég ekki þekki og það sem ég ekki vildi
brekkan er brött í báðar áttir
og stígvélin frekar stöm svo ef það er eitthvað sem ég get notað
láttu mig vita
því ekki vil ég vera stopp í eigin skófari þó betra sé þar en neðanjarðar
ekki gráta því mitt er valið og ég veit að lygin er ekki til
þar sem þú ert þar sem þú ert vil ég vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðni Már.

Við viljum vera þar sem engin sorg er eftir líf okkar hér á jörðunni þar sem Drottinn er þar viljum við vera í hinni himnesku Jerúsalem.

Drottinn blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband