2.5.2008 | 12:23
Dúkkulísa
Þú ert ekki einsog hver önnur dúkkulísa með frosið augnaráð og kaldar hendur á mjöðm. Nei aldeilis ekki, þú ert sól og stjörnur, stórir vindlar með fallegu magabelti sem sjaldséðir eru nú til dags. Þú ert einnig hafið og fjöllin dalir og hæðir og laut og háls og ofaná þessum hálsi hvílir fallegt hrafnshöfuð, svart einsog dimmur flauelsmorgunn, einnig hnausþykkt hvítt myrkur sem ég ósyndur maðurinn kasta mér í og áfangastaðurinn er eilífðin hinumeginn við hæðina þar sem Guð á heima og bráðum ég og þú. Þú ert ekki einsog hver önnur dúkkulísa, nei, þú ert hjartaskurðlæknirinn sem getur skoðað tilfinningarnar, þú ert heilaskurðlæknirinn sem getur kannað staðreyndirnar sem eru þessar; þú ert ekki einsog hver önnur dúkkulísa.
Athugasemdir
cool......
Gulli litli, 2.5.2008 kl. 12:32
Flott
Marta B Helgadóttir, 3.5.2008 kl. 01:50
Flott Guðni minn.
Svona eins og nútímaútgáfa af Ljóðaljóðum Slómons konungs.
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 3.5.2008 kl. 08:39
ertu að skrifa um mig ástin mín!!!
takk fyrir pakkann, hann gladdi !
Bless inn í falegan daginn !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.