16.4.2008 | 20:22
Hættur að blogga.....
.... um fréttir sem birtast á mbl.is. Það er reyndar langt síðan að ég gerði slíkt. Ég hef ekki skoðun á öllum málum og er ekki fréttafíkill. Sú setning sem ég heyri best er "fleira er ekki í fréttum". Kanski vegna þess að ég verð að heyra þessa setningu þegar ég er í vinnunni. Þá þarf að bregðast við og spila hinar dásamlegu auglýsingar. Ég hef ekki skoðun né áhuga á því sem mest er lesið, oftast ekki. Mér er alveg sama þó að það sé mikið að gera hjá Icelandair, mér er einnig nokk sama þó að sendir hafi fundist á ruslahaug, hvort Rangárhöll sé notuð á landsmóti hestamanna skiptir mig nákvæmlega engu máli. Ég er ekki að setja mig á háan hest, ég veit að þessar fréttir skipta marga máli, en ekki mig. Mér er líka nákvæmlega sama þó að innan við tíu manns skoði bloggið mitt og þess vegna enginn. Mér finnst notalegt að sjá kvæðin mín á skjánum og það kitlar hégómagirndina að lesa hrós frá þeim sem nenna að lesa þau. Það skiptir mig meira máli en að þúsund manns komi inn á síðuna mína til að sjá hvað ég skrifaði nú um vörubílaþrjótana eða hvort ég hafi skoðun á því að Kennedy hafi verið lyfjafíkill. Það er hvort sem er ekki hægt að setja hann í meðferð núna, það er of seint. Og afhverju er ég að koma með þessa yfirlýsingu? Skiptir hún mig einhverju máli? Ég held ekki, tómur hégómaskapur.....
Athugasemdir
Haltu bara áfram med ljódin og thína fródlegu pistla um tónlist..thad er nóg fyrir mig!!
Gulli litli, 16.4.2008 kl. 20:32
Takk Gulli litli...ég skal gera það
Guðni Már Henningsson, 16.4.2008 kl. 21:05
Amen bróðir...
Ágúst Böðvarsson, 16.4.2008 kl. 22:57
Velkominn í hópinn Guðni... ég hef bloggað í tæplega 1 ár... 99% frá eigin brjósti, bull og vitleysa... ljóð og smásögur... mér finnst nógu margir vera í "fréttunum" og "ekki fréttunum"... var reyndar með um daginn 3 blogg í röð um enska fótboltann, og tengdi það fréttum... súluritið hjá mér rauk upp fyrir tölvuskjáinn... ég hafði aldrei sé annan eins fjölda heimsókna... nú er ég bara kominn í mitt gamla aftur og þykir vænt um að fá nokkra góða vini í heimsókn á hverjum degi... hef gaman af síðunni þinni...
Brattur, 16.4.2008 kl. 23:07
Frábær pistill Guðni, mikið er ég sammála þér.
Hef ekki skoðun á öllum málum, og það er svo skrýtið að þeim málum fækkar með hverju árinu...maður fer smám saman að leyfa sér að vera sérvitur "með sínu nefi" og lifa samkvæmt því ...allavega svona að mestu leyti.
Keeping up with the Jones´s er alltof algeng tímasóun fólks á Íslandi, ævin er stutt og um að gera að njóta hennar með því fallega sem hvunndagurinn færir manni hverju sinni.... t d með ljóðunum þínum og öðrum góðum skáldskap.
Marta B Helgadóttir, 17.4.2008 kl. 00:16
Sama hér. Gott hjá þér.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 17.4.2008 kl. 14:04
Er innilega sammála með "frétta" bloggin. Það er búið að skemma vægi þeirra og sjálfur er ég löngu hættur að tengja fréttir við bloggin. Ég blogga stundum um fréttir um tónlist en tengi þær yfirleitt ekki við. Þetta er orðið að mestu leiti fólk að reyna að kitla teljarana á blogginu sínu og maður er hættur að reyna finna góð blogg á þennann hátt. Finnst miklu skemmtilegra að lesa bloggvini mína og detta inná skemmtileg blogg í kringum það.
Kristján Kristjánsson, 17.4.2008 kl. 14:36
Ég geri það stundum að fréttablogga og þá yfirleitt ekki til að tjá álit mitt á fréttinni heldur bara eitthvað sem mér dettur í hug útfrá lestri fréttarinnar en aldrei les ég þau blogg sem eru við hlið fréttanna, það dettur mér ekki í hug.
Ragga (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 15:15
góður
Sigríður Guðnadóttir, 17.4.2008 kl. 20:15
Ljóðin frá þér er hið bessta konfekt.
Guðjón H Finnbogason, 17.4.2008 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.