Byrjun

  blár himinn

Mig dreymdi draum í nótt sem leið

um drauga sem ég átti´ um skeið

ég lokaði öllum dyrum og dró fyrir gluggann

ég leit í gegnum lófa minn

og lagðist bakvið steininn þinn

þrjár konur þögðu allar uppvið skuggann.

 

Þær sáu ekki er ég smaug út

þær smyrja vildu mig með klút

en ég var frír og á burtu floginn

nú loksins alltaf lifir hann

og lýsir fyrir konu og mann

því tendraður er hann lífsins loginn.

 

Ætli ég vakni enn á ný

ef aftur verður sólin hlý

eða erum við enn fyrir átta árum?

Ég hegg nú loksins á minn hnút

héðan liggur leiðin út

er harmur minn hulinn gleðitárum?

 

Nú hallar hlýrri nóttu skjótt

ég held að mér sé orðið rótt

ég veit það ert þú sem eftir mér sendir

nú legg ég aftur augun þreytt

því ekkert hér mig getur meitt

og bráðum kemur byrjun þó hér sé endir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband