Sá ekki til sólar

Rakst á þetta ljóð í kirnu!! Man ekki hvort ég hef birt það áður, en læt það flakka...

 newton_strip

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sá ekki til sólar
né ský á himni
fann ekki frerann
fimbulkaldann
dvaldi ei hjá Drottni
dýrðar ljómans
leit ekki lífið
né leik að kveldi
naut ekki nátta
í niði köldu
uns kom ég kaldur
að krossins tré
kærleikans Kristur
kyssti frerann
sól í suðri
skein á himni
lítill ég laut
lífsins herra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... er ekki meira í kirnunni?... ljóðið flott og eins og það hafi verið samið fyrr á öldum...stemmingin er einhvern vegin þannig; þetta er annars eftir þig, er það ekki?

Brattur, 13.4.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

frábært

Sigríður Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þakka ykkur fyrir bæði tvö. Jú Brattur það er eftir mig og í koffortum og kistum þar á ég nóg!!!!!

Guðni Már Henningsson, 13.4.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

bara yndislegt Guðni yndislegt eins og allt annað sem þú hefur sett hérna inn frá þér

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.4.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband