Ei meir.

 ekkert

 

 

 

 

 

 

Ég svara því sem þú sagðir
ég svara því seinna í dag
ég svara því úti bláinn
og svo svara ég aldrei meir.

Ég gaf þér allt sem þú gafst mér
ég gaf þér allt sem  var
ég gef þér það sem við áttum
og svo gef  ég þér aldrei meir.

Og víst var hún þung mín byrði
að þekkja skil á nóttu sem degi
og þó ég svaraði og þó ég spyrði
yrði það aldrei nokkurs virði.

Ég sendi þér ljóð mín úr laumi
ég lá svo vel við höggi
ég sendi þér geisla frá glösum
og svo geislar þú aldrei meir.

Hvert sem þú ferð þar var ég
og hvar sem þú náttar þar svaf ég
hvar sem þú hvílist þar lá ég
hvar sem þú verður þar var ég.

Og víst var hún þung mín byrði
að þekkja skil á nóttu sem degi
og þó ég svaraði og þó ég spyrði
yrði það aldrei nokkurs virði.

Ég get séð myrkur að morgni
og mánann um bjartan dag
ég heyri en hlusta þó aldrei
ég horfi en sé þig ei meir

Manstu þá morgna er hurfu
manstu það sem ég ekki var
ekkert er heilagt né hlálegt
og hingað kem ég aldrei meir.

Og víst var hún þung mín byrði
að þekkja skil á nóttu sem degi
og þó ég svaraði og þó ég spyrði
yrði það aldrei nokkurs virði.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þú ert bara flottur.

Guðjón H Finnbogason, 6.4.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

æðislegt  ætlar þú ekki að mæta í höllina 16 maí ??  Jet black Joe !!

Sigríður Guðnadóttir, 7.4.2008 kl. 14:07

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já, flottastur !

ást í poka sem ekki má loka

steina kleina blessi þig 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband