Kveðja.

kerti

 

 

 

 

Það er satt að allir menn sem þú áttir
voru eittsinn höfuðlausnin þín
og þú kunnir að kankast á við þá
og kreista úr þeim næringu
líktog væru þeir lofnarblóm
á líknarbelg allra þeirra barna
sem ófædd önduðust
undrandi spyrjandi deyjandi
í blóði þeirrar bleyðu sem grátandi
blátt áfram bugaðist
ólánsöm og einmana
með alla þá sem hún elskaði
einhversstaðar í hítinni
 útjaskaða ónýta
undrandi spyrjandi
-því tókstu mig með töngum
tafsandi sonartorrekið
er ég átti eftir að elska þig
af allri orku minni
nú ligg ég hér í leynidys
lágt er á mér eigið ris
þú kastaðir á mig kveðju
er komin var heilög nótt
og allir menn sem þú elskaðir
undrandi til himnanna
litu í leit að festu
hjá lofnarblómakrönsunum
sem skreyttu skýin
skjálfandi
höfuðlausum her. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir síðast elsku guðni og gaman í nýju lífi.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 06:54

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þú ert frábær

Guðjón H Finnbogason, 25.3.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband