24.3.2008 | 01:29
Ný Hvítasunnukirkja í Reykjavík.
Í dag, páskadag var stofnuð ný hvítasunnukirkja í Reykjavík. Mózaik er nafn hennar. Þetta er sögulegur viðburður því ný hvítasunnukirkja hefur ekki verið stofnsett í Reykjavík í sjötíu ár. Fíladelfía hefur verið eina hvítasunnukirkjan í Reykjavík hingað til. Samkoma var haldin í Háborg, sal Samhjálpar í dag og það mættu á annað hundrað manns. Samkomur verða haldnar á sama stað, Háborg sal Samhjálpar Stangarhyl 3 á miðvikudagskvöldum kl. 20.00 í nánustu framtíð. Prestar eru tveir; Halldór Lárusson og Theodór Birgisson. Nú er ég ekki lengur meðlimur í þjóðkirkjunni heldur í hinum nýja hvítasunnusöfnuði. Guð blessi þessa kirkju sem og aðra kristna söfnuði.
Athugasemdir
Þetta eru miklar fréttir. Guðs blessum fylgi starfi ykkar Guðni og til hamingju að vera búinn að "staðsetja" þig Þar sem Teddi fer - er blessun - þar eigið þið góðan Guðsmann.
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 01:42
Til hamingju Guðni.
Marta B Helgadóttir, 24.3.2008 kl. 14:08
Þakka ykkur elsku vinir og Rannveig...Teddi er fínn drengur, það er satt hjá þér. Verið velkomnar á samkomu!!!!!!
Guðni Már Henningsson, 24.3.2008 kl. 15:13
Það er nefnilega málið Gunnar. Það sem við eigum sameiginlegt er að trúa því að Jesú Kristur sonur Guðs sé upprisinn og að hann tók syndir okkar á sig.. Guð blessi þig einnig og þína kirkju...þar las ég einusinni tvo passíusálma á föstudeginum langa og hef þótt mjög vænt um þá kirkju allar götur síðan.
Guðni Már Henningsson, 6.4.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.