Ný Hvítasunnukirkja í Reykjavík.

 Halldór Lárusson

 Theodór Birgisson

 

 

 

 

Í dag, páskadag var stofnuð ný hvítasunnukirkja í Reykjavík. Mózaik er nafn hennar. Þetta er sögulegur viðburður því ný hvítasunnukirkja hefur ekki verið stofnsett í Reykjavík í sjötíu ár. Fíladelfía hefur verið eina hvítasunnukirkjan í Reykjavík hingað til. Samkoma var haldin í Háborg, sal Samhjálpar í dag og það mættu á annað hundrað manns. Samkomur verða haldnar á sama stað, Háborg sal Samhjálpar Stangarhyl 3 á miðvikudagskvöldum kl. 20.00 í nánustu framtíð. Prestar eru tveir; Halldór Lárusson og Theodór Birgisson. Nú er ég ekki lengur meðlimur í þjóðkirkjunni heldur í hinum nýja hvítasunnusöfnuði. Guð blessi þessa kirkju sem og aðra kristna söfnuði.

Faðir vor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru miklar fréttir.  Guðs blessum fylgi starfi ykkar Guðni og til hamingju að vera búinn að "staðsetja" þig   Þar sem Teddi fer - er blessun - þar eigið þið góðan Guðsmann.

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju Guðni.

Marta B Helgadóttir, 24.3.2008 kl. 14:08

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þakka ykkur elsku vinir og Rannveig...Teddi er fínn drengur, það er satt hjá þér. Verið velkomnar á samkomu!!!!!!

Guðni Már Henningsson, 24.3.2008 kl. 15:13

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það er nefnilega málið Gunnar. Það sem við eigum sameiginlegt er að trúa því að Jesú Kristur sonur Guðs sé upprisinn og að hann tók syndir okkar á sig.. Guð blessi þig einnig og þína kirkju...þar las ég einusinni tvo passíusálma á föstudeginum langa og hef þótt mjög vænt um þá kirkju allar götur síðan.

Guðni Már Henningsson, 6.4.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband