Why me Lord

 KRIS 2

Ég var að leika mér við það að þýða Why me eftir Kris Kristofferson..

 

Guð ég spyr

því gafstu mér þessa elsku frá þér

sem að umlykur mig?

 

Seg mér Guð

átti ég eitthvað til sem að ég ekki skil

er ég þekkti´  ekki þig?

 

Guð minn á himnum ég var ekki trúr

hjálp frá Jesú ég þarfnast þess nú

og nú er ég veit hvert er þitt fyrirheit

elsku Jesús sál mín er þín.

 

Get ég Guð

get ég gert eitthvert gagn í að draga þinn vagn

fyrir fólk einsog mig?

 

Kanski Guð

get ég sagt öðrum frá hvernig leiðin mín lá

er ég fann loksins þig.

 

Guð minn á himnum ég var ekki trúr

hjálp frá Jesú ég þarfnast þess nú

og nú er ég veit hvert er þitt fyrirheit

elsku Jesús sál mín er þín.

Guð minn á himnum ég var ekki trúr

hjálp frá Jesú ég þarfnast þess nú

og nú er ég veit hvert er þitt fyrirheit

elsku Jesús sál mín er þín.

 

Jesús, mín sála er þín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

Fallegt.

Aida., 13.3.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Kafteinninn

Glæsilegt! Á að gera eitthvað við þetta, þá meina ég í formi flutnings?

Kv Siggi Ingimars

Kafteinninn, 13.3.2008 kl. 13:09

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir góð orð...Kafteinn; ég var einungis að leika mér að þessu þannig að það er ekkert ákveðið með þennan text, en ef einhver vill nota hann er það guðvelkomið...

Guðni Már Henningsson, 13.3.2008 kl. 14:58

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

alveg yndislegt vinur minn kæri vnur minn !!!

ástin í poka

Blessi þig

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 16:49

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er fallegt og þú snillingur.

Guðjón H Finnbogason, 13.3.2008 kl. 19:37

6 Smámynd: Brattur

... já... þetta kemur fínt út... raulaði lagið með textanum þínum og finnst þetta bara smella... gott mál... og fallegur texti...

Brattur, 13.3.2008 kl. 21:39

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fallegur texti.

Marta B Helgadóttir, 14.3.2008 kl. 22:22

8 Smámynd: Brynja skordal

Fallegt Gleðilega páska og hafðu það gott Guðni minn

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 22:05

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilega páska minn kæri bloggvinur

Marta B Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 11:03

10 Smámynd: Eyþór Árnason

Gleðilega páska og takk fyrir þáttinn með Einari Má. Kveðja.

Eyþór Árnason, 22.3.2008 kl. 01:12

11 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Fallegt Guðni

Gleðilega Páska! 

Linda Samsonar Gísladóttir, 22.3.2008 kl. 16:41

12 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Ég ætla ekki að rífast við Sigga Kaftein um flutninginn, hann færi efalaust betur með þetta en ég.

Ágúst Böðvarsson, 23.3.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband