Örfá orð um Arlo Guthrie

    arlo guthrie

Arlo Guthrie fæddist í Brooklynhverfi New York borgar 1947. Tónlistaruppeldi hans litaðist mjög af hinum fræga föður hans, Woody Guthrie, og samtímamönnum og samstarfsmönnum hans, Cisco Houston, Leadbelly, Pete Seeger, Ramblin´Jack Elliott og Sonny Terry svo einhverjir séu nefndir. Arlo kom fyrst fram 13 ára gamall og vakti strax feikna lukku fyrir lagasmíðar sínar og sterka texta.

Alices Restaurant er af fyrstu plötu Arlos frá 1967. Þetta lag þeyttist um gjörvalla heimsbyggðina og unglingar þess tíma gerðu það að alþjóðlegum þjóðsöng, sungu þetta í tíma og ótíma. Líklegast er þetta eina lagið sem heil leikin kvikmynd hefur verið gerð eftir. Á eftir plötu númer tvö, sem nefnist einfaldlega Arlo og inniheldur langa útgáfu af The Motorcycle song kom plata sem heitir Running down the road. Þar innanborðs var næsti smellur hans, Coming into Los Angeles.

1972 sendi Arlo Guthrie frá sér plötu sem heitir The Last of the Brooklyn Cowboys. Þessi plata hlaut mikið lof enda ekki að furða. Þarna má finna hans eigin lagasmíðar í bland við meistaraverk einsog Gates of Eden eftir Dylan, gamla kántrýsmellinn Lovesick Blues auk tveggja laga eftir föðurinn sjálfann, Woody Guthrie.

Sama ár sendi Arlo frá sér plötu sem vakti feikna athygli. Og þar innanborðs er líklegast hans frægasta lag, the City of New Orleans. Þetta lag samdi vinur Arlos sem hét Steve Goodman en sá lést langt fyrir aldur fram.

Þetta lag öðlaðist heimsfrægð og er löngu orðið sígilt. Arlo var þegar hér er komið sögu orðinn einn af þeim stóru í tónlistarheiminum. Menn settu hann rétt til hliðar við sjálfan Bob Dylan og þeir voru meiraðsegja til sem töldu hann fremri. Arlo hélt samt áfram einsog lítið sem ekkert væri, hélt áfram að semja sín lög og sína beittu texta.

Arlo hefur starfað mikið með hinum aldna jöfri, Pete Seeger sem á árum áður starfaði afturámóti mikið með föður Arlos, Woody Guthrie. Þeir hafa gefið út einar þrjár tvöfaldar plötur.. Arlo  Guthrie er enn að semja tónlist og gefa út. Þó hefur hann dregið sig töluvert í hlé og gerir í raun bara það sem hann vill. Hann hefur keypt sér búgarð þarsem hann dundar sér við hitt og þetta. Að sjálfsögðu er þar að finna hið fullkomnasta hljóðver og þar tekur hann upp sína tónlist. 1986 stofnaði hann sína eigin plötuútgáfu sem nefnist The Rising son og hann hefur endur útgefið þar allt sitt eldra efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hann varð aldrei neinn uppáhalds hjá mér en ég kannast samt við smellina hans sem þú nefnir þarna, þeir voru skemmtilegir, t d Alices Restaurant frábært lag og líka Running down the road.

Marta B Helgadóttir, 12.3.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband