Ég þarfnast þín

ég þarfnast þín 2

 

 

 

 

Ég þarfnast þín á sumrin og á vorin
ég þarfnast þín er fennir í gengnu sporin
ég þarfnast þín á haustin er laufin falla
ég þarfnast þín er degi fer að halla.

Ég þarfnast þín er ég kann ekki að gráta
ég þarfnast þín er lífið er óleyst gáta
ég þarfnast þín er ég heyri vonir kalla
ég þarfnast þín er degi fer að halla.

Ég þarfnast þín er brosir við mér dagur
ég þarfnast þín er birtist máni fagur
ég þarfnast þín er klingir kvöldsins bjalla
ég þarfnast þín er degi fer að halla.

Ég þarfnast þín á nóttu sem björtum degi
ég þarfnast þín þó ást mín stundum þegi
ég þarfnast þín er álög af mér falla
ég þarfnast þín er degi fer að halla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

frábært bara frábært!

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.3.2008 kl. 01:55

2 Smámynd: Gulli litli

fallegt

Gulli litli, 5.3.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

RÓMÓ!!!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 5.3.2008 kl. 15:30

4 Smámynd: Linda

Tek undir með öllum hér , frábært, fallegt og rómó VÁ..

knús.

Linda, 5.3.2008 kl. 20:52

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið er þetta fallegt.

Ég tek undir með vinum þínum Guðni, þú ættir að gefa út ljóðin þín.  

Marta B Helgadóttir, 6.3.2008 kl. 00:25

6 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Beint í hæstagæðaflokk! Mjög gott hjá þér!

Kjartan Pálmarsson, 6.3.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband