Hefđi svosem átt ađ setja ţetta inn í gćr....

monday

Ég sit hér einn og skemmti mér vel
og ég sé myrkriđ og máninn er fagur
ţađ er enginn sem hringir ţađ má enginn mćla
og á morgun kemur mánudagur.

Glasiđ er fullt og fagurt á ađ líta
og fullur máninn langt í frá magur
hann einn er á lofti svo munađarmjúkur
og á morgun kemur mánudagur.

Askan í hrúgum og glóđin í gleri
og hann geislar máninn svo fagur
ég nýt hans einn í miđaldra myrkri
og á morgun kemur mánudagur.

Ég skála tćpur viđ sköllóttan mánann
og ég skelf og er dálítiđ ragur
ég er ţó enn einn meiriháttar mađur
en á morgun kemur mánudagur.

Svo heyri ég ţögnina hún ţegir svo hátt
og ţvílíkt hve máninn var fagur
hann er ađ hverfa og missirinn mikill
ţví á morgun kemur mánudagur.

Glasiđ er tómt og tungliđ ađ fara
og ég týnist einsog ókveđinn bragur
Ef til vćri ósk ég hvíslađi skelfdur
ekki koma mánudagur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 3.3.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Skemmtilegt.

Ég ţoli ekki Mánudag. Skána strax viđ Ţriđjudag, í bana stuđi Fimmtudag,Föstudag og Laugardag..........

Kjartan Pálmarsson, 4.3.2008 kl. 09:33

3 Smámynd: Guđrún Jóhannesdóttir

ekki bara skemmtilegt, ýmislegt til í ţessu líka er ég hrćdd um. Takk fyrir mig

Guđrún Jóhannesdóttir, 4.3.2008 kl. 14:02

4 Smámynd: Guđni Már Henningsson

Ţakka ykkur kćrlega fyrir falleg orđ...og Smári, ég verđ á nćstu nćturvakt!!!

Guđni Már Henningsson, 5.3.2008 kl. 00:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband