The River

the river 

Bruce Springsteen er fæddur 23.september árið 1943 í Freehold, New Jersey í Bandaríkjunum. Eftir að Bruce Springsteen sló loksins í gegn árið 1975 eftir að hafa reynt í áratug, var hann krýndur sem lausnari rokksins og skínandi björt framtíð þess tónlistarforms. Hann gat rokkað einsog Jerry Lee Lewis, textar hans voru jafnflóknir og vel ortir einsog Dylans og tónleikar hans voru með því besta sem gerðist. Hvað vildi fólk meira? Ekki mikið því Bruce Springsteen varð vinsælasti og mesti tónlistarmaður rokksins. Miklar greinar  birtust í byrjun um Bruce Springsteen í tímaritum, aðallega bandarískum í byrjun og einn blaðamannana, Jon Landau, sá sem kom með þá frægu yfirlýsingu, ég sá framtíð rokksins og hún heitir Bruce Springsteen, varð svo hrifin af kappanum að hann hætti hjá Rolling  Stone tímaritinu og gerðist samstarfsmaður Springsteens.

Springsteen hafði spilað með hinum og þessum böndum í New Jersey, áður en hljómsveitin the Bruce Springsteen Band varð til. Seinna fékk hljómsveitin nafnið The E Sreet band. Sá frægi John Hammond hjá CBS bauð Springsteen samning sem einstaklingi, en Hammond hafði fyrr uppgötvað sjálfan Bob Dylan. Sjálfur sá Hammond Springsteen sem arftaka Dylans en Bruce tók ekki mark á þvílíkum pælingum og mætti með allt bandið í upptökur á fyrstu plötunni sem fékk nafnið Greetings from Ashbury park.

Fyrsta platan seldist illa. Þó sáu gagnrýnendur beggja vegna Atlantshafsins margt gott við þessa plötu. Plata númer tvö, The Wild, The Innocent and the E Street Shuffle kom út aðeins tíu mánuðum eftir að sú fyrsta leit dagsins ljós. Sú var miklu sterkari og innhélt frábær lög einsog Rosalita, Incident on 57th Street og hið undurfallega lag Ashbury park, fourth of July, Sandy, lag sem Hollies tóku síðar. Samt sem áður seldist þessi plata litlu betur en frumburðurinn. Á þessum tíma var það sem Jon Landau viltist inn á tónleika með Bruce og bandinu hans og gaf út þessa frægu yfirlýsingu sína. Þá tók   Bruce Springsteen bandið einnig upp nýtt nafn, The E Street Band. Þeir ferðuðust mikið um Bandaríkin og plöturnar tvær fóru að hreyfast í búðunum. Kanar skildu hvað Springsteen var að syngja um. Hinn venjulega kana, um hans vonir og þrár, ástir og bíla og síðast en ekki síst um verkalýðsstéttina.

Platan Born to Run kom svo út 1975 og Bruce Springsteen vann aðra deildina með henni og fluttist upp í úrvalsdeild.  Þessi frábæra plata innihélt pottþétt lög og frábærar textasmíðar. Og að vonum seldist hún vel. Og síðan var ekki aftur snúið.  Þremur árum síðar kom út   Darkness on the Edge of Town. Frábær plata í alla staði og inniheldur dýrgripi á við Badlands og The Promised land. 1980  kom svo út tvöföld plata sem fékk nafnið The River.

Það má segja að The River sé rökrétt framhald af Darkness on The Edge of Town. Eða að það sé plata innan plötunnar The River. Meðalhröð rokklög sem fjalla um hinn venjulega vinnandi mann og vandamál hans. Fjölskylduvandræði og flækjur.

Meðlimir E Street bandsins á þessari plötu eru þeir Roy Bittan á píanó, sá stórkostlegi Clarence Clemons saxófónleikari, Danny Fedirici á hljómborð, Garry Tlent á bassa, Steve Van Zandt á gítar og Max Weinberg á trommur.

Það má segja að The River sé síðasta platan í trólógíu sem hófst með Born to Run, hélt síðan áfram með Darkness on The Edge of town. Born to Run var í kraftgírnum, Darkness rólegri og The River blanda af hvorutveggja. I Wanna merry you er ein fallegasta ballaða sem Springsteen hefur samið.. Textinn fjallar um unga einstæða móður með tvö börn. Hún brosir aldrei er hún gengur göturnar með barnavagninn sinn. Sögumaður segist vilja giftast henni, en hvort þetta er hans hugsanir eða bein orð hans til konunnar er ekki ljóst. Hann lofar henni hvorki gulli né grænum skógum, ekki að draumar hennar kvikni til lífs, en hann geti hjálpað þeim áleiðis. Það komi þeir tímar er allir finni löngun til fjölskyldulífs og öllu sem því tilheyrir. Og inn í þessa frásögn blandast hans eigin uppvöxtur, þar sem faðir hans var borinn til grafar, nánast með þau orð á vörunum að sönn ást sé ekki til.

Þá er komið að titillaginu sjálfu, The River. Þar er sögumaður að rifja er hann kynntist konunni sinni. Þá var hún aðeins sautján ára gömul og þau bjuggu í litlum bæ. Til gamans gerðu þau sér það til dundurs að aka út fyrir bæinn og synda í ánni. Mary stúlkukindinn varð ólétt og á nítjánda afmælisdegi sögumann giftu þau sig og hann gekk í verkalýðsfélag. Ekki voru mikil hátíðahöld þann daginn. Í dag er ekki mikið um að vera hjá þeim hjónakornum, lítil vinna hjá húsbóndanum og  eiginkonan dauf í dálkinn. Það er greinilegt að hlutirnir urðu ekki eins og þau væntu. Eru draumar ekki sannir þó þeir verði aldrei að veruleika, spyr sögumaður og í huganum hverfur hann aftur til árinnar,jafnvel þó að hann viti að hún sé nú þornuð upp.

Með þessu lagi lauk fyrri plötunni en einsog kom fram áðan er hér um tvöfalt albúm að ræða. Seinni platan hefst á ekki síðra lagi en hinni lauk á. Kanski er hér um framhaldssögu að ræða. Sögumaður sér fyrrum kærustu sín standa í dyragætt til að forðast regnið sem bylur niður. Og honum verður hugsað til þeirra daga sem þau höfðu átt saman. Hún var Júlía og hann ætlaði að verða Rómeó. En hlutirnir eru ekki svo einfaldir. Hún hefur ekki átt sjö dagana sæla. Nú bíður hún í biðröð eftir ávísun frá féló og lífið er langt í frá sæludraumi. Samt segist sögumaður hafa dreymt hana síðustu nótt. Þá hafi þau dansað saman og að hann hafi lofað að fara aldrei frá henni. Þarsem hann sér hana þarna í dyragættinni, snýr hún sér undan og þykist ekki sjá hann.Lagið heitir Poinblank.

Margir eru þeir amerísku tónlistarmennirnir sem hafa ort um hina margfrægu bílasort Cadillac.  Bruce Springsteen er þar engin undantekning. Á the River er að finna lag um þessa merkilegu bílategund, Cadillac Ranch.

Það sem gerir textagerð The River  svo merkilega er kanski það að Bruce Springsteen veltir fyrir sér draumum gærdagsins og sér í dag að þeir munu aldrei rætast. Að draumar fortíðar um betra líf hafi ekki ræst. Springsteen neyðir sögupersónur sínar í naflaskoðun  og að sjá líf sitt einsog það er og einsog það var. Dauði og djörfung er bara venjuleg saga sem aldrei hefði verið sögð ef Bruce Springsteen hefði ekki verið fæddur sögumaður.

Næsta lag er einnig harmsaga hjóna, ekki ósvipuð örlög og sungið er um í titilaginu The River. Þau höfðu gifst ung en smámsaman fjarlægðust þau hvort annað, hann ekur um í stolnum bíl og bíður ávalt eftir því að verða handtekinn. En það gerist aldrei. Eiginkonan spyr hvort hann muni eftir öllum ástarbréfunum, segist hafa vaerið að skoða þau í gærkveldi og hennihafi liðið einsog hún væri hundrað ára gömul. Hann ekur um á stolnum bíl í myrkri og hræðslu. Og aldrei kemur neinn og stöðvar hann. Lagið heitir Stolen car.

Næst síðasta lag plötunnar heitir Drive all night. Lagið er saknaðarsöngur til ástkonu sem að öllum líkindum er horfinn úr þessu jarðlífi. Hann saknar allra stundanna og kanski allramest þessara venjulegu stunda sem mannskepnan er svo fljót að gleyma. Hann myndi keyra alla nóttina bara til að kaupa á ástvinu sína skópar. Saxófónleikarinn Clarence Clemons fer á kostum í þessu lagi.

Síðasta lag plötunnar er einhver magnaðasti endir allrar rokksögunnar. Lagið Wreck on the Highway. Sögumaður er á heimleið úr vinnu er hann kemur að stórslysi þarsem maður liggur á götunni í blóði sínu. Sögumaður horfir á eftir sjúkrabílnum og verður hugsað til konu mannsins og til lögreglunnar sem verður að heimsækja hana og tilkynna lát mannsins. Um nóttina vaknar sögumaður, tekur utan um konuna sína og verður hugsað til slyssins á þjóðveginum. Einföld, sorgleg saga sem segir manni margt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Ég var búinn að gleyma hvað þú ert fróður um tónlist! Það rifjaðist upp við þennan lestur. Keep up the good work..

Gulli litli, 29.2.2008 kl. 13:29

2 identicon

Enn ein fína greinin um mæta tónlistarmenn eftir þig Guðni Már, meira svona. Þessar þrjár BS plötur sem þú nefnir þarna og komu út á árunum 1975-1980 eru mínar uppáhalds með honum og raunar eru þetta einu BS diskarnir sem ég hef áhuga á að hlusta á í dag, því að mikið af hans seinni tíma tónlist finnst mér lítt spennandi og sumt bara leiðinlegt áheyrnar.

Stefán (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:50

3 Smámynd: Eyþór Árnason

River-albúmið er auðvitað frábært. Kveðja.

Eyþór Árnason, 1.3.2008 kl. 00:31

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Það eru margir sem átta sig ekki alltaf á hve öflugur textasmiður Springsteen er. Born in the USA var oft álitinn lofsöngur um fósturjörðina Takk fyrir eðalpistil að venju Guðni Már.

Kristján Kristjánsson, 1.3.2008 kl. 11:40

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Mér finnst hann ekki hafa náð vinsældum hér á klakanum,en hann er frábær rokkari og þú ert frábær að koma með þetta erindi.

Guðjón H Finnbogason, 1.3.2008 kl. 12:37

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

heyrðu elskan mín, kíktu yfir á hjá mér og hlustaðu á tvö yndisleg lög og frábæran flutning !

elska þig vinur minn

Blessi þig á laugardagskvöldi !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 20:03

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær pistill og fróðlegur. Takk fyrir þetta.

Marta B Helgadóttir, 1.3.2008 kl. 21:38

8 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Snilldn ein.

Var eitt sinn lítt fyrir Springsteen sökum fávisku, en svo fékk ég afritaðar umræddar tvær plötur á snældu sem gengu saman undir nafninu ,,The River" og var ekki aftur snúið, ég fíla Springsteen og lögin á The river eru snilld oll með tölu.

Ágúst Böðvarsson, 2.3.2008 kl. 15:05

9 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ég vona að ég sé ekki ókurteis ef ég plögga hérna aðeins minni nýust færslu með video af efnarákum yfir Reykjavík. Ég er að reyna að safna sem flestum í þessa umræðu og er öllum það frjálst að bæta við athugasemd ef þið viljið tjá ykkur um þetta ákveðna málefni:

Víða efnarákir yfir Reykjavík, krakkar ekki borða snjóinn!!





Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 2.3.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband