Ég kallaði á þig Kristur

 kross

 

 

 

 

 

Ég kallaði á þig Kristur
kvöld eitt hér á jörð
mitt bros var freðinn freri
til Frelsarans ég sneri
í bandingjans bænargjörð.

Þú komst til mín minn Kristur
og kysstir enni mitt
þú gafst mér þína gæsku
þú gafst mér eilífa æsku
og eilífa lífið þitt.

Ég nærist á náð þinni Kristur
þitt nafn er heilög lind
þú ert mín eina von
ég trúi á mannsins son
sem dó fyrir mína synd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Gott að skríða undir sæng eftir svona lestur Góða nótt minn kæri Guðni

Brynja skordal, 29.2.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Bless inn í daginn. 

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 07:07

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

yndislegt

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.2.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband