14.2.2008 | 12:38
Zooropa
Árið 1993 ætluðu U2 að taka upp svokallaða ep. plötu fyrir Evrópu legg tónleikaferðarinnar Zoo tv. Fljótlega óx þessi smáskífa upp í fullorðinsstærð og varð að stóru plötunni Zooropa. Þeir héldu áfram þarsem Achtung baby sleppti og þeir þróuðu áfram tilraunatónlist sína með danstakti fyrir klúbba. Titillag plötunnar sver sig þó í ætt við Joshua tree og ljúfu ballöðurnar þar. Mest allur afgangurinn af Zooropa er þó meira ögrandi en sú annars ágæta plata Joshua tree. Þetta gætti þýtt í raun að platan sé ekki í fókus og einhverskonar kakófónía en sú er ekki raunin. Þarna er að finna stórkostleg augnablik og nefni ég lög einsog Daddys gonna pay for your chrashed car, geimdiskósmellinn Lemon, möntruna Numb þarsem The Edge fer á kostum og hið stórkostlega lag Stay, faraway so close sem er einn alfallegasti ástarsöngur U2. Lokalagið syngur svo Johnny Cash. Þegar lok plötunnar nálgast er menn sannfærðir um að þarna er ein almagnaðasta plata U2.
U2 voru sjálfir við stjórnvölin ásamt Brian ENO og Daniel Lanois var ekki langt undan. Þessi blanda hefur sýnt sig vera einhver sú albesta sem menn hafa fundið upp. Zooropa var sjötta platan frá Macphisto og félögum og kom út í júlí mánuði 1993 og fór í efsta sæti beggja vegna atlantsála.
Selectt sagði um plötuna,- Þetta er raunverulega fyrsta skrýtna platan þeirra. U2 virðast vera í einhverju rugli, en samt sem áður er Zooropa eitt stórt kynæsandi spurningamerki
Netfyrirtækið All music guide gaf henni fjórar stjörnur og kallar hana kraftmikla, skemmtilega, gáskafulla, leikhúslega, fágaða, stíliseraða ásamt ýmsum öðrum lýsingarorðum. Q magasin bætir við- lögin numb og Lemon fara með hljómsveitina á einhvern nýjan áfangastað.
Lemon má með góðu móti kalla geimaldar þýskt diskó.
Stay, faraway so close er hreint afbragð og jafnframt einn alfallegasti ástarsöngur sem drengirnir hafa látið frá sér fara.
The Times segir um Zooropa. Þessi plata hefur sent tónlist U2 inn í aðra vídd. Þessi plata er mjög snjöll og ef U2 verða einhverntímann stærri en þetta, munu þeir springa. Svo mörg voru þau orð.
Síðasta lag plötunnar er dálítið sérstakt. Bono sagði um þetta lag, þetta er eitthvert albesta lag sem U2 hefur sent frá sér og ég syng það ekki einusinni. Sú aldna hetja Johnny Cash syngur lagið The wanderer með U2.
Athugasemdir
Sá Zooropa-tónleika í Dublin... magnað!
Heiða B. Heiðars, 14.2.2008 kl. 12:40
kvitt takk fyrir addið kv frá skaganum
Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 13:46
þú ættir eiginlega að lifa á þessu !
hlakka líka til.
Bless í dg
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 14:39
Fróðlegur og frábær pistill. Takk.
Marta B Helgadóttir, 17.2.2008 kl. 06:42
halló,,, hvar ertu gamli minn
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.