Ég trúði á mátt minn og megin

þokufjöll 

Ég trúði á mátt minn og megin

og meiraðsegja á ást

Hér var það öllum að óvörum

og ekkert um það að fást

ég yfirleitt gáði allsstaðar

en yfir þig sást.

 

Langar voru þær leitirnar

og lengi þurfti´ ég að kljást

við allslags lýð og ófögnuð

en aldrei þú fyrir mér lást

ég yfirleitt gáði allsstaðar

en yfir þig sást.

 

Ég þvældist um fjöll og firnindi

uns farartækið mitt brást

ég sá aðalinn og almúgann

og alltaf skal að þeim dást

ég yfirleitt gáði allsstaðar

en yfir þig sást.

 

Ég hentist yfir hóla og mel

og hélt að ég myndi nást

ég skrámaði mig á steinunum

og stundi og fann þá þjást

ég yfirleitt gáði allsstaðar

en yfir þig sást.

 

Ég kom svo hingað lafhræddur

og hélt ég þyrfti að slást

þá sá ég mátt þinn og megin

og meiraðsegja......ást

nú yfirleitt sé ég þig allsstaðar......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 26.1.2008 kl. 02:46

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú er bestur !

takk fyrir mig vinur minn

Bless

steina þín 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 08:49

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

fallegt kæri bloggvinur

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.1.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Fallegt kvæði um trú og um leit fólks að henni.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.1.2008 kl. 13:31

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir kæru vinir og Gunni; þú varst snjall að finna þetta út.

Guðni Már Henningsson, 27.1.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband