Kvöldljós

  kvöldljós

 

Komdu til mín föla kvöldljós

og kenndu mér það fyrst

sem ég mun læra´ að lifa af

því lundin  mín er þyrst

 

Sýndu mér ljótu lygina

og legðu mér orð í munn

segðu mér loksins söguna

sem öllum öðrum er kunn

 

Ég get verið einn

ég get verið þú

ég get verið allsstaðar

en aðeins hér og nú

 

Sýndu mér  syndina einu

og ég skal kyssa þig

dansaðu síðan er dögunin

daðrar við aðra en mig

 

Hver veit um þá vissu þína

sem vefst æ fyrir mér

að lífið sé alltaf liðin tíð

sem að lokum engin sér

 

Ég get verið einn

ég get verið þú

ég get verið allsstaðar

en aðeins hér og nú

 

Komdu til mín er kvöldið mitt

kallar hátt og snjallt

ég skal greiða skuldina

og skilja eftir allt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Yndislegt.  Takk

Marta B Helgadóttir, 22.1.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegt eins og alltaf,

takk fyrir pakkann

ást og Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 16:13

3 Smámynd: Linda

Vúhú, kominn með nýja tölvu og við fáum fallegt kvæði frá þér..þú ert hæði BTW. 

Knús.

Linda, 24.1.2008 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband