Elton John gefur 120 mótórhjól.

elton john 

Elton John hefur gefið læknum og hjúkrunarfólki í Lesotho 120 mótórhjól til að ferðast um fjallahéruð landsins. Elton John ásamt félaga sínum David Furnish fór til Lesotho á laugardaginn var, en hann er á tónleikaferðalagi í Suður Afríku, og afhenti gjöfina. Þetta á efalaust eftir að koma sér vel því erfitt er að ferðast um fjallasvæðin og fátæktin er gríðarleg. AIDS er mjög útbreitt og allt að 23 % fólks á aldrinum frá 15 ára til fimmtugs er smitað. Heilbrigðisráðherra Lesotho hefur ábyrgst viðhald hjólanna. Elton John stofnaði  AIDS sjóð fyrir nokkrum árum og er afkastamikill í baráttunni gegn þessum hroðalega vágesti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

glæsileg gjöf frá kalli

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.1.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég fíla Elton, bæði tónlistina hans og nú síðustu árin finnst mér hann vera orðinn einhvernveginn skemmtilega harmoniskur með tilveruna og vill láta gott af sér leiða.  (...ekki bara djamma eins og þegar hann var yngri og villtari...en það heitir víst að þroskast og kemur fyrir allt besta fólkið)

Marta B Helgadóttir, 21.1.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband