Ónýt tölva

 ónýt tölva

Tölvan mín er verri en ónýtur Trabant. Ég var að skrifa níð um hana hérna rétt áðan...og þá slökkti hún bara á sér, gúddbæ.. Ég var búinn með mikla og svakalega ritgerð um það hversu fáfengilegt þetta apparat væri, hvernig hún hefur reynt á þolinmæði mína og eiginlega hagað sér sem hinn versti durgur, þá slekkur gerpið á sér! Það er ekki nóg með að ég sé í vondu skapi útaf Svíaleiknum áðan, heldur bætir þetta gargan gráu oná svart með því að þykjast vera eitthvað. En ég vil semsagt koma því hér að að þetta greppitrýni er ónýtt ónýtt og aftur ónýtt!!! Þess vegna hef ég lítið getað bloggað undanfarið, þori ekki að gera það lengur í vinnutímanum, á víst að vera að lesa aftan á geisladiska þar.  Svona getur lífið stundum verið harkalegt við mann, að eiga ónýta tölvu er ekkert skemmtilegt skal ég segja ykkur, þetta dauðyfli hefur aldeilis reynt á taugarnar. Það tekur svona umþaðbil tíu mínútur að kveikja á henni, kortér að opna síður og svo er hún full af vitleysu...sem ég á kanski einhvern þátt í að hafa komið inn hjá henni, ok viðurkenni það. En nú ætla ég bráðum að farga þessu illfygli og ekki skal hún fá virðulega útför, aldeilis ekki. Það verður ekki sagt um hana í minningargrein að hún hafi verið húsbóndaholl, hvað þá að hún hafi búið eiganda sínum fallegt og notalegt heimili, aldeilis ekki. Hún hefur fengið mig, sannkristinn manninn til að næstum því blóta..það heyrðist stöku sinnum ansvítans..eða næstum því. Það er verst að eiga ekki fyrir almennilegri, húsbóndahollri tölvu sem væri einsog hugur manns, skrifaði jafnvel fyrir mann kvæði eða tvö! Og nú þori ég ekki lengur að skrifa meira því meindýrið gæti tekið upp á því að slökkva á sér..,

ps ef þið viljið selja mér tölvu á því sem næstum ekkert þá megið þið gjarnan láta mig vita... áður en ég missi glóruna og glætuna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Aumingja Guðni,tölvulaus maður á íslandi í dag Hryllingurinn á sér engin takmörk. Skítt með frammistöðu strákanna ykkar í handbolta og helfararskrif sannkristinna á blogginu eru hreinar barnagælur miðað við þetta. Gott að ég er ekki í þínum sporum. Samúðarkveðjur.

PS: Steina og Stefán Baldurs biðja að heilsa. ( og takk fyrir að laáta hann vita af mér)

Gunnar Páll Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Matti sax

Þetta er ljótt að heyra. Vonandi finnurðu nýja tölvu fljótlega. Gangi þér vel

Matti sax, 17.1.2008 kl. 23:01

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tölvulaus geturðu ekki verið. Myndi kíkja á smáugl á mbl.is þar finnur maður ýmislegt gagnlegt.

Fyndið að lesa þessa færslu hjá þér, og hér sat ég í kvöld að reyna að semja færslu um heimilistölvuna mína en á nokkuð öðrum nótum þó ....

Marta B Helgadóttir, 17.1.2008 kl. 23:33

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

úff! ég er fegin að vera ekki tölvan þín
ef ég ætti eina afgangs, þá....

Guðrún Jóhannesdóttir, 18.1.2008 kl. 01:34

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

samúðarkveðjur. Ekkert er verra en svik heimilismeðlima. Skil vel að þú sért í uppnámi!

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.1.2008 kl. 08:24

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku guðni, þetta er alveg greinilega þinn besti vinur, hún sýnir þér hvar þú þarft að takast á við í persónuleikanum, þú þarft t.d. að vinna á þinni þolinmæði, það er löngu vitað, af okkur sem þekkjum þig vel, en hún segir það bara einu sinni enn, svo við vinir þínir, þökkum tölvu fyrir að hafa fórnað sér til dauðans til að kenna þér...

Kærleikurinn Mestur

BlessYou

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 09:36

7 Smámynd: Linda

oh dear, ég vona svo sannarlega að þú sért búinn að fá tölvu við hæfi!! 

knús.

Linda, 21.1.2008 kl. 01:12

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

þakka ykkur vinir fyrir hlýleg orð í minn garð og fyrir að taka þátt í hugarstríði mínu sem er alveg að fara með brisið í mér. Og Steina, þú af öllum!!! Ég er einhver þolinmóðasti maður Íslandssögunnar, hvernig gastu stungið mig svona í bakið? Ég er sár og tárin eru að leita að leið úr sárum míns innra manns...................

Guðni Már Henningsson, 21.1.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband