18.12.2007 | 12:23
Það styttist....
....það er styttra til jóla í dag en í gær. það munar einsog einum degi. En um hvern dag sem styttist er einsog tveir hafi liðið. Manni finnst alltaf einsog það eigi eftir að gera svo margt. Kaupa jólatré, senda jólakort og finna heimilisföng, mála barnaherbergin, ná í gosið, öskra aðeins. Það er í mér og mörgum einhverskonar eyðslugen sem brýst fram í dagsljósið í desember, kaupa, kaupa. Og kaupa meira. Mér varð ráfað inn í Blómaval um daginn og hugðist fjárfesta í gervijólatré. Mér fundust þau of dýr þannig að ekki var straujað í það skiptið. En það sem vakti einna mest athygli mína var biðröð fyrir framan kassana sem samanstóð eingöngu af karlmönnum. Hver þeirra með jólatré í striga og ekkert þeirra undir þremur metrum á hæð. Mér sýndist það hæsta vera á sjötta metra. Ekki veit ég hvað slík tré kosta né hvað það kostar að skreyta slíkan skóg. Ég var meira hissa en hneykslaður. Fór svo að spá í hvað væri hátt til lofts heima hjá þessum velstæðu mönnum. Það þarf dálitla lofthæð til að fimm metra jólatré komist fyrir. Og áltröppu til að koma öllum ljósunum fyrir sem og skrautinu. En eftir að hafa upplifað þónokkuð mörg jól hef ég komist að því að ég kaupi ekki hinn sanna jólafrið. Hann felst ekki í risafuru né fjarstýrðum Range Rover né flatskjá uppá fimmhundruð þúsund. Kanski hef ég samt rangt fyrir mér, kanski finnst friður í sálinni við það að gera einmitt svona. Ég bara veit það ekki því ég hef hvorki áhuga né fjárhagslega getu til að haga mér svona. En það gerir mig ekki að betri manni né verri. Það sem ég vil finna á jólum og geri hbvað ég get til að svo verði, er að finna fögnuðinn vegna fæðingu frelsarans, frelsarans sem getur gefið mér frið og sátt. Um leið og ég fyllist þakklæti til Jesú Krists verð ég betri maður. það er ekki mér að þakka heldur litla jólabarninu sem fæddist í Betlehem fyrir tvö þúsund árum síðan. Óhjákvæmilega verður andrúmsloftið á heimilinu betra, þolinmæðin eykst og ástin vex. Og það er ekki slæmt get ég sagt ykkur. Og jólin koma, það eitt er öruggt. En ég á samt eftir að kaupa gervijólatré sem á vonandi eftir að duga mér í mörg ár. Ég ætla að finna eitt sem er ekki mjög hátt né mjög dýrt. Ég á ekki áltröppu og er að auki lofthræddur. Samt finnst mér einsog ég eigi eftir að gera svo margt!!!
Börn fá Range Rover í jólagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
iss auðvitað getur maður keypt jólafriðinn og gleðina, ég hélt að allir vissu það smá grín, mjög góður pistill hjá þér
halkatla, 18.12.2007 kl. 13:08
Góður pistill hjá þér.
Marta B Helgadóttir, 18.12.2007 kl. 17:44
elsku guðni minn, falleg færsla, við fengum pakkann í dag sem fer undir jólatréð okkar.
ástarljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 18:39
Elsku Guðni minn. Gleðileg jól og takk fyrir allt á síðasta ári. Pakkinn verður svo rifinn upp og skífurnar þeyttar við fyrsra tækifæri á hæsta styrrrrrk!
Gleðileg Jól og ekki drekka mikið af gosi Guðni minn!
Gunni Palli tralli.
Gunnar Páll Gunnarsson, 19.12.2007 kl. 20:50
Guðrún Jóhannesdóttir, 20.12.2007 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.