Ergo

 grace

Hvort sem það týndist eða togaðist út
eða tók einhver ófrjálsri hendi
þá hef ég það hér í sorg minni og sút
og sit þartil á himnum ég lendi.

Ég leit undir mosann, undir mélaða steina
og miklaðist drjúgur af slitnum bókum
allt gufaði upp, þú veist hvað ég meina
og ég var í því sem burtu við tókum.

Týnt var það næstum úr tilveru minni
en tengt þó með þræði inní hjartað mitt
það tifaði í tilvistarkreppunni sinni
í takti við allt sem ég hélt þitt.

Það skiptir ekki máli rétt sem snöggvast
en síst myndi ég stöðva á fjölförnum vegi
nú er ég hér við náðina að höggvast
sem ný skal vera á sérhverjum degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband