Ég er reiður.

Það eru ekki bara veðurguðirnir sem eru reiðir í dag. Ég er einnig reiður,mjög reiður, svo reiður að ég ætti ekki einusinni að vera að skrifa þetta.. Einsog allir hafa orðið varir við í morgun er fárviðri á landinu. Í morgun kveikti ég á útvarpinu til að heyra fréttir af óveðrinu og einnig til að heyra tilkynningar um skólahald. Lesnar voru tilkynningar frá lögreglu og björgunarsveitum. þar á meðal var sagt að EKKI ætti að senda börn í skóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem óveðrið væri slíkt að það væri ekki öruggt að vera úti. Ég á 13 ára gamla stúlku sem stundar nám í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Ég lét hana sofa áfram og fór sjálfur í vinnuna. Veðrið var þvílíkt á leiðinni að slíkt hef ég ekki upplifað áður. Ég hringi svo heim um ellefu leitið til að athuga hvort ekki væri allt í lagi með dótturina. Þá segir hún mér að kennarinn sinn hafi hringt um hálf tíu leitið og spurt hvort hún ætlaði ekki að mæta í skólann..Dóttir mín mætti ekki í gær þarsem hún var lasinn og hún tilkynnti kennaranum að hún væri enn lasinn. Þá sagði kennarinn við hana að það þyrfti að tilkynna veikindi á hverjum degi. Hvað er að fólki? Þar sem ég veit að dóttir mín er með bein í nefinu treysti ég henni fyrir slíku en hvað með börn sem bera óttablandna virðingu fyrir kennaranum? Björgunarsveitir báðu fólk um að halda skólabörnum heima en kennarinn hringir og spyr hvort hún ætli ekki að mæta. Hvað á svona lagað að þýða?? Ef hún hefði ekki verið veik í gær hefði hún kanski lagt af stað í veðri sem var stórhættulegt. Hvernig hefði kennaranum liðið ef eitthvað hefði komið uppá. Lögregla og björgunarsveitir BÁÐU foreldra um að halda börnum heima en KENNARINN hringir heim til að athuga hvort dóttir mín ætli ekki að mæta. Ég er drullureiður yfir þessu og heimta svör frá kennaranum og skólastjóranum. Svona er ekki líðandi.
mbl.is Veðrið setti allt úr skorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nákvæmlega jafn heimskulegt í Lækjarskóla hvað er að þessu liði

Guðmundur (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 13:38

2 identicon

Vá, ég væri líka reið ef ég væri þú.

Við fengum algjörlega öfugt símtal í morgun en 13 ára sonur minn er í Víðistaðaskóla og hans kennari hringdi til að segja okkur að senda hann ekki í skólann.

Gullý (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:01

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þessi ágæti kennari ber öll merki þess að vera"Droid".

Jón Ragnarsson, 14.12.2007 kl. 14:11

4 identicon

Sæll kæri Guðni Már minn!

Ég vissi ekki einu sinni að´þú bloggaðir en rataði á síðuna þína í gegnum mbl.is þar sem ég var að skoða ástand mála í þessu ótrúlega veðri sem gegnur yfir. Ég segi eins og þú að ég hlustaði á útvarpið í morgun þar sem foreldrar voru hvattir til þess að halda börnunum heima. Ég hringdi í skólann hjá yngra barninu þar sem sagt var að skólinn væri í fullri starfsemi en ekki væri ákjósanlegt að senda börnin ein út í þetta veður. Dóttir mín fór því í skólann og var keyrð af pabba sínum. Hún hringdi síðan í mig 2 tímum seinna, þegar vesta veðrið gékk yfir og sagðist ætla heim með vinkonu sinni, þar sem engin starfsemi væri í skólanum, allir á leiðinni heim en þeir sem væru eftir, væru að föndra. Ég var bíllaus og gat ekki náð í hana og pabbi hennar farin í vinnuna. Ég sagði henni því að halda kyrru fyrir og fara ekki neitt, þó svo að vinkonan byggi í næsta húsi við skólann.  Kanski finnst skólanum allt í lagi að senda börn á gagnfræðaskólastigi eftirlitslaus heim.  Strætóskýli og heitir pottar fjúka hér um göturnar sem eru eflaust talsvert þyngri en karlmaður í fullri stærð. Dóttir mín hlýddi mér allavega ekki og mætti hér heim, labbandi, þegar versta veðrið gékk yfir. Hún fékk greinilega að labba út úr skólanum sínum þegar henni hentaði. Ég er ekki alveg að skilja svona dómgreindarleysi.

Anna Bentína Hermansen (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:49

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sæll Guðni tek undir þetta með þér. Þó er eitt sem ég skil ekki. Þ.e. þegar að börnin eru komin í skóla hvort sem þau voru keyrð eða ekki. Afhverju er verið að senda þau aftur heim? Er það ekki líka ábyrgðarleysi hjá skólunum. Mér finnst ef að börnin eru komin í skólan þá eigi að veita þeim þjónstu. Maður verður að gera ráð fyrir að kennarar mæti jú í skólan. Því undrast ég að lesa að foreldrar séu beðnir um að sækja börnin strax aftur. Það hlýtur að vera ákjósanlegt fyrir kennara ef að fá börn mæta að geta sinnt þeim hóp bara því betur.  Fólk hlýtur að sjá að foreldrar eru flestir í vinnu og eiga ekki auðvelt að bregðast alltaf við þegar að skólinn hringir svona. Enda á skólinn bara að laga starf sitt að aðstæðum í svona tilfellum.

En auðvita eiga skóla að láta vita í svona veðri hvort þeir ætla að halda upp skólastarfi eða biðja foreldra að halda börnum heima. Þannig ættu foreldrar þegar svona veður er að geta treyst þvi að í útvarpi og að minnstakosti á heimasíðu skóla sé tilkynning um hvernig skólinn hyggst bregðast við. Og sú tilkynning á að vera komin tímanlega.

Sennilega skrópaði dóttir mín líka þar sem að hún og amma hennar ákváðu að þær treystu sér ekki að fara út í þetta veður hér í Kópavogi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.12.2007 kl. 15:21

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Örlítið í viðbót. Það eru fleiri sammála þér því í frétt á mbl.is las ég þetta:

Heimili og skóli – landssamtök foreldra hafa í morgun fengið fjölda símtala frá foreldrum sem eru ósáttir við að þegar börnin eru á annað borð komin í skólann fái þeir skilaboð um að sækja börnin í skólann við fyrsta tækifæri. Af því tilefni vilja samtökin beina þeim tilmælum til fræðsluyfirvalda í hverju sveitarfélagi að senda skýr skilaboð til foreldra um að þeir haldi börnunum sínum heima þegar von er á ofsaveðri eins og geisað hefur í dag, að því er segir í tilkynningu.

„Slíkt fyrirkomulag er ákjósanlegra en að einstakir skólar séu að gefa út tilmæli þar um og börnin sjálf séu að hringja heim og biðja um að vera sótt og dæmi eru um að þau fari ein heim án vitundar foreldra. Lögreglan hefur mælst til þess að nemendur séu ekki sendir í skólann í dag og Almannavarnir gefið út viðvörun og er ástæða til þess að taka slíkar tilkynningar alvarlega og halda börnunum heima. Mikilvægt er hins vegar að skilaboðin séu skýr og afdráttarlaus," að því er segir í tilkynningu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.12.2007 kl. 15:24

7 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

Tjah..  Þetta er skellur Mási....  Er ekki fokið í flest ef þú ert orðinn "drullu reiður"? Skil þig samt mjög vel og tek undir með Önnu Bentínu að það sé fáránlegt að krakkarnir geti og megi fara úr skólanum þegar ástandið er svona.  Þessi kennari hefur nú sennilega verið e-ð utan við sig í gær....  Þó að Mosó sé með eindæmum veðurblíður staður þá fauk nú vinnuskúrinn minn á nýsteypta sökklana hjá mér og það eitt segir nú til um hvort krakkar eigi að vera úti!!  Vonandi rennur þér reiðin og þú fáir útskýringu á svona háttarlagi.  

Vá hvað þetta eru allt löng komment

Hjörtur Örn Arnarson, 15.12.2007 kl. 09:52

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Var kennarinn ekki búinn að  "gá til veðurs"  

Marta B Helgadóttir, 17.12.2007 kl. 03:00

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hringja í kennanran , það er eina ráðið !

enda best að láta reiðna bitna á eim sem skapar hana

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband