3.12.2007 | 11:24
Það fer ekkert á milli mála.
Þarna er sönnunin. Af ljósmyndinni að dæma er þetta örugglega fótspor snjómannsins ægilega þó að ég skilji ekki hvernig hægt er að halda á fótspori. Loksins er fundinn óræk sönnun fyrir tilvist föður Snjóbarnanna hálfógurlegu sem skyggnir öldungar ku hafa séð í eyðimörkum Belgíu. Eins hefur frést af Snjókonunni ógurlegu með fílahirðinum frá Súrin á þeysireið eftir sléttum Sprengisands æpandi slagorð fyrir frjálslynda flokkinn....hvað svosem það á á þýða...
Fótspor snjómannsins ógurlega? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Snókonan ógurlega.... það er ég. Öðru nafni Vestfjarðarnornin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 14:12
Langt í frá...þú ert ekkert nema elskulegheitin en kanski er snjókonan það líka???
Guðni Már Henningsson, 3.12.2007 kl. 14:31
það er enginn vandi að gera afsteypu af fótspori á tækniöld...Vil í leiðinni benda ykkur á fræðslugrein um Snjómanninn hræðilega: HÉRNA
Sir Magister (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.