24.11.2007 | 01:43
Akureyri og Græni hatturinn.
Akureyri er fallegur staður. Það vita víst flestir og það vita margir að þessi bær hefur uppá mikið að bjóða. Menningin flæðir úr hverjum kima, tónlistin mallar alsstaðar og Listagilið stútfullt af alskyns myndverkum. Græni hatturinn er einhver magnaðasti tónleikasalur landsins og þó víðar væri leitað. Haukur, vertinn á Græna hattinum er engu líkur....hann er með tónleika tvisvar til þrisvar í viku og er búinn að halda úti staðnum í fimm ár eða svo. Þvílíkur dugnaður! Ótal sveitir að sunnan hafa spilað hjá Hauki, stórar sem smáar, rokkarar, popparar, trúbadorar, nefndu það, Haukur gerir ekki upp á milli tónlistarstefna. Þarna hafa spilað heimsfrægir tónlistarmenn einsog Lisa Ekdahl og fjölmennar stórsveitir einsog Stórsveit Samúels. Einnig má nefna Megas, Hjálma, Mugison, Pétur Ben, Sviðna Jörð og fleiri. Græni hatturinn er einnig heimavöllur Hvanndalsbræðra, þeirrar merku hljómsveitar!!. Ég hvet alla til að kíkja við á Græna hattinum hvenær sem því verður við komið. Lengi lifi Græni hatturinn...
Athugasemdir
ég er einmitt að opna sýningu á akureyri næsta laugardag.
Ljós til þín elsku vinur minn
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 17:06
Bókaspjallið er komið í gang núna.
Marta B Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 11:42
frétt að norðan
Haukur Tryggvason (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 21:50
Það er eitthvað við Akureyri, ég veit ekki hvað það er, kannski þessi nýtilkomni "artí" andi þarna.. .svo fámennt og svona ung "artí" stemmning, einhver ferskleiki. Ég er búin að vera að reyna að skilgreina þetta í svolítinn tíma, þetta með stemninguna á Akureyri...þetta var svo ekkert svona þarna fyrir nokkrum árum. Þetta er eitthvað fyrir mannfræðinga að skoða.
kveðja, Alva Ævarsdóttir.
alva (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.