21.11.2007 | 17:25
Brátt fer að rigna
Eru það fjöll sem varna mér vegar
vökul og þung með hrukkur á enni?
Hvort er ég hér eða þá eða þegar
eða þú sem ég elska þegar ég nenni?
Þó að það sé tvennt sem mér ber að tigna
trúi ég því að brátt fari að rigna.
Eru það götur sem ljúfar mig leiða
langt útí fjarskann svo breiðan og bláann?
Lítið þig hingað þið stjörnur sem seiða
skapaðar á himinn svo heiðan og háann.
Þó að það sé tvennt sem mér ber að tigna
trúi ég því að brátt fari að rigna.
Er það hvíslið svo lágt sem í dag við hörmum
er hann gekk eftir rósanna vegi með krossinn?
Er ég vinurinn í garðinum sem vafði þig örmum
og valdi að gefa þér dauðann og kossinn?
Þó að það sé tvennt sem mér ber að tigna
trúi ég því að brátt fari að rigna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.