Í tilefni dagsins

Ég bið að heilsa

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.

Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer,
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín,

Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.
jónas hallgrímsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

á vel við í tilefni dagsins, og gaman að sjá þetta fallega ljóð hérna. Ég raula þetta oft, enda er þetta í miklu uppáhaldi hjá mér.    

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.11.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vel valið á þessum degi.

Marta B Helgadóttir, 16.11.2007 kl. 20:24

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þetta er eitt fallegasta íslenska ljóðið.

Takk fyrir að setja það hér inn. Ég las það og fylltist góðri tilfinningu.

Ylfa Mist Helgadóttir, 20.11.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nýtt lag Draumar kafli 1 í spilaranum hjá mér...eiginlega verk

Einar Bragi Bragason., 21.11.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband