16.11.2007 | 09:00
Það vita það flestir....
...að það eru ekki til jólasveinar í útlöndum. Það eru til nokkrir santakláusar en ekki ekta jólasveinar. Þeir eru bara til á Íslandi og búa víst flestur uppí Esju eða þar í nágrenninu. Grýla hefur óbeit á súlustöðum einsog velflest sæmilega þenkjandi fólk, þeas ef hún er lifandi enn og því þekkja Kertasníkir og hans bræður ekki til slíks. Mér skilst reyndar að hún hafi fengið snert af bráðkveddu á einhverjum róluvellinum fyrir einhverjum misserum síðan. Hvað svosem hún var að gera þar. En okkar jólasveinar hafa ekki komist í kynni við vændiskonur enda steingeldir með afbrigðum. Hafa lifað einlífi í nokkur hundruð ár! Þó að mamma þeirra og leppalúði kallinn hafi lifað ansi hreint skrautlegu lífi enda eiga þau fleiri börn en tölu verður á komið. Þessvegna mega íslenskir jólasveinar segja eins mikið ho ho og þeir vilja. Við vitum að þeir eru ekki að kalla til sín portkonur, enda fátt um slíkt í uppsveitum Gullbringusýslu.
Jólasveinninn má ekki segja hó hó hó! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hahahahaha Góður.
Linda, 16.11.2007 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.