14.11.2007 | 10:18
Tónlist.is
Rakst á þessa skemmtilegu úttekt hjá Tónlist.is.
866.706 geisladiskar seldust á Íslandi árið 2006. Það eru um 2,9 eintök á hvern íbúa á Íslandi.
574.234 íslenskir geisladiskar seldust á síðasta ári, eða 66,3% allra seldra geisladiska.
41.220 tónleikagestir sóttu tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2005. Það árið hélt Sinfónían 82 tónleika af öllu tagi, bæði hér á landi og erlendis.
287 hljómsveitir og tónlistarmenn sóttu um að komast að á Iceland Airwaves hátíðina í ár. 170 hljómsveitir og tónlistarmenn voru valdir en þar af lék um fjórðungur í fyrsta skipti á hátíðinni.
2.300 tónleikar, eða þar um bil, voru haldnir hér á landi á síðasta ári eða að jafnaði sex tónleikar á dag. Tæpur helmingur þeirra er af klassískum toga.
47.299 verk eftir íslensk tónskáld eru á skrá hjá STEFi. Nýskráningar á síðasta ári voru 2.527. Frá janúar til júlí á þessu ári hafa 3.157 verk verið skráð hjá STEFi.
2.866 texta- og lagahöfundar eru á bak við öll þessi verk.
1,3% er varlega áætlað hlutfall tónlistariðnaðarins til vergrar landsframleiðslu.
85.000.000 er varlega áætluð krónutala yfir útgjöld heimilanna til tónlistar árið 2004.
30 íslenskir óperusöngvarar hafa lifibrauð af því að syngja í erlendum óperuhúsum.
3.000 eða þar um bil, er fjöldi kórfélaga um land allt.
12 lúðrasveitir eru starfandi á Íslandi og félagar eru á fjórða hundrað talsins.
100.000 lög eða þar um bil, hafa verið seld á Tónlist.is frá nóvember í fyrra til dagsins í dag.
1.000.000 laga hefur hins vegar verið streymt í gegnum Tónlist.is á þessu sama tímabili.
80 var fjöldi tónlistarskóla á Íslandi árið 2003. Þar af voru 30 þeirra á höfuðborgarsvæðinu.
12.000 nemendur stunda tónlistarnám á Íslandi. Það eru um 4,1% af íbúafjölda landsins.
20.000.000 er sá fjöldi platna sem Björk hefur selt um allan heim. Það eru jafnmargar plötur og selst hafa af íslenskri tónlist síðustu 60 ár.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.