Page.

jimmy page 

Það er einsog dagsetningin 9. janúar sé með eindæmum gjafmild er kemur að tónlistarfólki. Margur snillingur hefur fyrst séð ljós þessa heims á þeim ágæta degi. Til dæmis fæddust 9. janúar eftirtaldir: Les Paul, sá sem hannaði hinn fræga Gibson Les Paul rafmagnsgítar, fæddist árið 1915,söngkonan Joan Baez árið 1941, sá umdeildi snillingur Scott Engel, betur þekktur sem Scott Walker, fæddist árið 1944, sveitasöngkona Crystal Gayle árið 1951, rokkarinn bandaríski Dave Matthews árið 1967, Alex McLean í Backstreet Boys árið 1978 og hinn óumdeildi snillingur Jimmy Page árið 1944. Hann hefur starfað sem tónlistarmaður í meira en fjörtíu ár. Hann var lengi svokallaður sessionmaður í hinum ýmsu hljóðverum í Lundúnaborg. Hann byrjaði reyndar nánast sem kornabarn að spila á hina guðdómlegu gígju. Fjölskyldunni var gefin spænskur gítar og hinn ungi James snerti strengina og brátt fóru að hljóma dáindis  fagrir tónar úr hljóðfærinu. Framtíð hans var ráðinn.

Fyrsta platan sem hann spilaði inná og náði einhverjum vinsældum var Diamonds, með Jet Harris og Tony Meehan. Jet Harris var í The Shadows en það er önnur saga.

Jimmy Page gekk í hljómsveitina The Yardbirds árið 1966. Sú hljómsveit breyttist smám saman í Led Zeppelin. Það var sumarið 1968. Þá kom einnig í ljós hæfileiki hans til að semja tónlist. Saman skópu þeir Robert Plant söngvari og hann mörg af eftirminnilegustu tónverkum rokksins. Ekki voru þeir við eina fjölina felldir í tónlistarsköpun sinni, því það var ekki eingöngu rokk sem þeir sömdu, einnig blús, folk, jafnvel country og hvað eina. Led Zeppelin sendi frá sér einhverja mögnuðust tónlist allra tíma. Og nú ætla þeir að koma saman á ný. Er það ekki æðislegt? Samt vantar trommarann!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband