Einsog fuglarnir.

 

 einsog fuglar

 

Einsog fuglarnir sem um loftið fljúga

flögraði það aldrei að þér

að eg væri að ljúga?

 

Ég sagði við þig falleg orð á ástarstundu

og alltaf ég beindi að þér spjótunum þínum

sagði þér frá leyndu löndunum sem hrundu

en lágu samt svo nærri rótunum sínum.

 

Einsog fuglarnir sem um loftið fljúga

flögraði það aldrei að þér

að eg væri að ljúga?

 

Ég hélt mér aldrei að þér en hugðist verða þinn

er heimur myndi farast í fyllingu tímans

þú lagðir mér línur sem fóru út og inn

en í lokin þær náðu aldrei til símans.

 

Einsog fuglarnir sem um loftið fljúga

flögraði það aldrei að þér

að eg væri að ljúga?

 

Við áttum stundir og stríð á bardagavöllum

og ég staldraði við í bakgarði þínum

ég kippti´ upp með rótum rósunum öllum

og með reisn þær urðu að blómunum mínum.

 

Einsog fuglarnir sem um loftið fljúga

flögraði það aldrei að þér

að eg væri að ljúga?

 

Og nú bið ég að heilsa börnum sem dreyma

en bráðliggur á til fjarlægra stranda

seinna við förum til framandi heima

er fjöllin þau molast í marflata sanda.

 

Einsog fuglarnir sem um loftið fljúga

flögraði það aldrei að þér

að eg væri að ljúga?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband