Abbey Road

abbey road 

  Margir telja Revolver bestu plötu The Beatles  enda hefur hún undanfarið oft verið kosin besta plata allra tíma. Í svipuðum kosningum fyrri ára var Sgt Peppers Lonely Hearts Club Band, einnig með The Beatles oftast kosin besta platan. En það er álit margra að Abbey Road sé besta plata þessara drengja frá Lifrarpolli.. Ekki ætla ég að leggja mat þar á. Abbey Road var svanasöngur The Beatles, þó hún kæmi ekki út síðust var hún það síðasta sem þeir tóku upp saman þó að Let it Be hafi verið sú  sem var gefin út síðast, fyrir utan undarlegar plötur einsog Naked og plötuna sem George Martin setti saman og klippti nokkur Bítlalög í ræmur og skeytti síðan saman.  Leyndir þræðir eru á milli Abbey Road og Sgt. Peppers þó að Abbey Road hafi til að bera sterkari lagasmíðar og sé rokkaðri. Þeir voru í stöðugri framför í list sinni, hvert sem litið er. Aldrei höfðu þeir sungið betur og vil ég sérstaklega nefna lagið Because sem er snilldarlega raddað. Þeir fléttuðu saman lögum einsog að drekka vatn og reyndar er seinni helmingur plötunnar ein samfelld flétta, oft kallaður Abbey Road Svítan. Aldrei áður hafði jafn kröftugur rokk hljómur verið í gítar George Harrison, nefni ég lögin I want you (she´s so heavy), Come Together og The End. Sterkustu tónsmíðar Harrisons var að finna á þessari plötu, Here Comes the Sun og hið magnaða lag Something sem var fyrsta smáskífan sem gefin var út af The Beatles þar sem Harrison var höfundur. Meira að segja Ringo Starr átti ágætis lag, Octopus´s garden. Byrjun plötunnar var ótrúleg, snilldarlag Lennons Come Together  hljómaði er nálin var sett á byrjunarreit Abbey Road.

Næsta lag var hið magnaða lag Harrisons, Something, á eftir því kemur fremur ómerkilegt lag sem heitir Maxwell silver hammer, þarsem The Beatles reyna að vera fyndnir, líkt og í Yellow Submarine nokkrum misserum áður. Síðan heyrum við lag McCartneys, Oh Darling. Þar á eftir kemur lagasmíð Ringos, Octopus´s Garden og fyrri hliðinni lýkur á mögnuðu blús rokki úr smiðju Lennons, I want you she´s so heavy. Þessi plata kom út 26. September 1969. Þá var hið svokallaða Bítlaæði í rénum, en samt sem áður báru The Beatles höfuð og herðar yfir aðrar  hljómsveitir, bæði í vinsældum og sem áhrifavaldar.

Bryan Adams segir um margnefnda plötu,- Mér finnst þetta einfaldlega stórkostleg plata. Uppáhalslag mitt er einmitt að finna á þessari plötu. Because. Það heyrist aldrei í útvarpi en er samt sem áður eitt fallegasta lag sem til er.-

þegar þessi plata kom út voru að sjálfsögðu ekki til geislaplötur. Hlið tvö hefst á Here Comes the Sun síðan var það Because og eftir það ágæta lag kom Abbey Road svítan margfræga.

SUN KING

MEAN MR MUSTARD

POLYTHENE PAM

SHE CAME IN THROUGH THE BEDROOM WINDOW

GOLDEN SLUMBERS

CARRY THE WEIGHT

THE END

Þetta er hin svokallaða Abbey Road svíta. Og þar með lauk þeirri plötu utan hvað örlítill lagstubbur var í restina. Þessi stubbur var óður til Bretadrotningar og heitir einfaldlega Her majesty. Ekki er ég alveg viss um að allir samþykki það sem ég skrifa hér. Tildæmis finnst mörgum Maxwell silver hammer vera hið dægilegasta lag en svona er þetta..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið er gaman að lesa tónlistarpistlana þína. 

Lagið Something er eitt það allra fallegasta af öllum Bítlalögum finnst mér Skal viðurkenna fáfræði mína, hélt að McCartney hefði samið það ... get látið mér þykja enn meira vænt um það héreftir þegar ég veit að það var George Harrison.

Takk fyrir fallega afmæliskveðju á síðunni minni.

Marta B Helgadóttir, 27.10.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Þessi plata er auðvitað partur af lífi manns og b- hliðina varð maður alltaf að hlusta á frá upphafi til enda. það var regla.  Kveðja.

Eyþór Árnason, 27.10.2007 kl. 00:39

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

snilldar plata

Einar Bragi Bragason., 27.10.2007 kl. 01:44

4 Smámynd: Gulli litli

Snilld og ekkert annað.

Gulli litli, 27.10.2007 kl. 10:11

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

knús vinur minn

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 15:51

6 identicon

Þess má geta að hinir Bítlarnir þoldu ekki Maxwell´s Silver Hammer. Paul var búin að eyða svo mörgum klukkutímum í lagið og virtist aldrei vera nógu ánægður. Þetta lag, eða kannski frekar texti er dæmigerður fyrir Paul. Margir textar hans eru um karaktera sem hann skapar en John var meira fyrir að semja um sig og líf sitt.
Hlustiði á bassaleik Paul´s í I Want You (She´s so Heavy) og Something. Algjör snilld.  

Brynjar Emil (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband